„Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskipta Kaupþings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 16:16 Frá aðalmeðferð málsins í maí síðastliðnum. vísir/gva Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent