Bottas í stað Räikkonen hjá Ferrari? Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 14:58 Kvisast hefur út að Formúlu 1 lið Ferrari hyggist skipta út Kimi Räikkonen fyrir Valtteri Bottas, sem nú er hjá Williams liðinu. Räikkonen hefur ekki gengið sem best hjá Ferrari síðan hann var fenginn til liðsins. Þar á undan hafði Räikkonen gengið frábærlega hjá Lotus og hafði hann skilað liðinu þriðja og fimmta sæti ökumanna í Formúlu 1 tvö árin á undan. Räikkonen kláraði síðasta tímabil fyrir Ferrari í 12. sæti ökumanna, heilum 106 stigum á eftir liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Í ár hefur Räikkonen gengi mun skár og er í fjórða sæti ökumanna, en hefur samt aðeins einu sinni náð á pall á tímabilinu. Valtteri Bottas er finni eins og Räikkonen, en nokkru yngri að árum. Heyrst hefur að Ferrari hafi þegar gert Williams liðinu tilboð í Bottas en hann er samningsbundinn því líka á næsta ári. Því mun Ferrari örugglega þurfa að kaupa þann samning upp á fullu verði, ef þá á annað borð verður samið. Ferrari á víst að hafa nú þegar boðið 4,4 milljónir dollara í Bottas, en sömu sögur segja að Williams vilji fjórfalda þá upphæð. Ef Bottas fer til Ferrari er talið líklegt að Willimas geti hugsað sér að láta Nico Hulkenberg taka sæti hans. Það er semsagt ennþá „silly season“ í gangi í Formúlu 1 í ár. Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent
Kvisast hefur út að Formúlu 1 lið Ferrari hyggist skipta út Kimi Räikkonen fyrir Valtteri Bottas, sem nú er hjá Williams liðinu. Räikkonen hefur ekki gengið sem best hjá Ferrari síðan hann var fenginn til liðsins. Þar á undan hafði Räikkonen gengið frábærlega hjá Lotus og hafði hann skilað liðinu þriðja og fimmta sæti ökumanna í Formúlu 1 tvö árin á undan. Räikkonen kláraði síðasta tímabil fyrir Ferrari í 12. sæti ökumanna, heilum 106 stigum á eftir liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Í ár hefur Räikkonen gengi mun skár og er í fjórða sæti ökumanna, en hefur samt aðeins einu sinni náð á pall á tímabilinu. Valtteri Bottas er finni eins og Räikkonen, en nokkru yngri að árum. Heyrst hefur að Ferrari hafi þegar gert Williams liðinu tilboð í Bottas en hann er samningsbundinn því líka á næsta ári. Því mun Ferrari örugglega þurfa að kaupa þann samning upp á fullu verði, ef þá á annað borð verður samið. Ferrari á víst að hafa nú þegar boðið 4,4 milljónir dollara í Bottas, en sömu sögur segja að Williams vilji fjórfalda þá upphæð. Ef Bottas fer til Ferrari er talið líklegt að Willimas geti hugsað sér að láta Nico Hulkenberg taka sæti hans. Það er semsagt ennþá „silly season“ í gangi í Formúlu 1 í ár.
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent