Rafmagnsbíll fljótastur á Pikes Peak æfingum Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 10:04 Rhys Millen við lettneska rafmagnsbílinn. Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent
Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent