Slæmur rekstur eykur byrðar unga fólksins Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2015 15:45 Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun