Stefnt að því að tvöfalda fjölda blindrahunda á Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 14. apríl 2015 20:45 Það er ekki talið standa undir kostnaði að rækta og þjálfa leiðsöguhunda hérlendis. Vísir/AFP Ágóðinn af sölu Rauðu fjaðrarinnar, barmmerki Lions, mun í ár renna í sjóð til að fjármagna kaup á leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Bergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins segir þörf á að fjölga slíkum hundum töluvert hér á landi. „Í dag eru leiðsöguhundarnir sjö talsins,“ segir Bergvin. „Um hundraðasti hver er með blindrahund á Norðurlöndunum, það eru 1500 manns á skrá á Íslandi. Þannig að það ættu að vera svona fimmtán hundar hér. Það er viðmiðið.“ Þeir sjö sem eru fyrir eru tiltölulega nýkomnir til landsins. Það er ekki talið standa undir kostnaði að rækta og þjálfa leiðsöguhunda hérlendis og þeir því keyptir frá Noregi og Svíþjóð. Blindrafélagið keypti tvo í fyrra og fimm árið 2007. „Líftími hundanna er svona sjö til tíu ár,“ bendir Bergvin á. „Þannig að einn þeirra sem keyptur var um hrun er að hætta núna vegna heilsubrests. Þá þarf líka að endurnýja hundana fyrir þá notendur sem eru þegar með hund, þetta er svona eilífðarverkefni.“ Félagið horfir til þess að geta keypt fimm til átta hunda fyrir söfnunarféð frá Lions en hver hundur kostar um fjóra og hálfa milljón króna. Þegar hundarnir eru komnir til landsins eru þeir svo gefnir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þar eru þeir þjálfaðir og paraðir saman við notendur, en að því ferli loknu er kostnaðurinn við hvern hund nær tíu milljónum. „Þegar nýr hundur kemur, þá hefst umsóknarferli,“ segir Bergvin. „Svo eru hundarnir svo mismunandi. Sumir þurfa mikla hreyfingu, sumir þurfa minni hreyfingu. Þannig að þarf svolítið að velja hund og mann. Menn eru metnir og það tekur svolítinn tíma.“ Ef söfnunin gengur vel, verða hundarnir sennilega keyptir í sumarlok eða með haustinu. Bergvin bendir þó á að takmarkað magn leiðsöguhunda er til í Svíþjóð og Noregi og Íslendingar ekki alltaf í forgangi. Þannig þurfi félagið líka að berjast við aðra áhugasama um hundana sem í boði eru. Fulltrúar Lionshreyfingarinnar munu standa fyrir sölu á fjölförnum stöðum um helgina. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra kaupir fyrstu Rauðu fjöðrina í Kringlunni klukkan tólf á föstudaginn. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ágóðinn af sölu Rauðu fjaðrarinnar, barmmerki Lions, mun í ár renna í sjóð til að fjármagna kaup á leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Bergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins segir þörf á að fjölga slíkum hundum töluvert hér á landi. „Í dag eru leiðsöguhundarnir sjö talsins,“ segir Bergvin. „Um hundraðasti hver er með blindrahund á Norðurlöndunum, það eru 1500 manns á skrá á Íslandi. Þannig að það ættu að vera svona fimmtán hundar hér. Það er viðmiðið.“ Þeir sjö sem eru fyrir eru tiltölulega nýkomnir til landsins. Það er ekki talið standa undir kostnaði að rækta og þjálfa leiðsöguhunda hérlendis og þeir því keyptir frá Noregi og Svíþjóð. Blindrafélagið keypti tvo í fyrra og fimm árið 2007. „Líftími hundanna er svona sjö til tíu ár,“ bendir Bergvin á. „Þannig að einn þeirra sem keyptur var um hrun er að hætta núna vegna heilsubrests. Þá þarf líka að endurnýja hundana fyrir þá notendur sem eru þegar með hund, þetta er svona eilífðarverkefni.“ Félagið horfir til þess að geta keypt fimm til átta hunda fyrir söfnunarféð frá Lions en hver hundur kostar um fjóra og hálfa milljón króna. Þegar hundarnir eru komnir til landsins eru þeir svo gefnir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þar eru þeir þjálfaðir og paraðir saman við notendur, en að því ferli loknu er kostnaðurinn við hvern hund nær tíu milljónum. „Þegar nýr hundur kemur, þá hefst umsóknarferli,“ segir Bergvin. „Svo eru hundarnir svo mismunandi. Sumir þurfa mikla hreyfingu, sumir þurfa minni hreyfingu. Þannig að þarf svolítið að velja hund og mann. Menn eru metnir og það tekur svolítinn tíma.“ Ef söfnunin gengur vel, verða hundarnir sennilega keyptir í sumarlok eða með haustinu. Bergvin bendir þó á að takmarkað magn leiðsöguhunda er til í Svíþjóð og Noregi og Íslendingar ekki alltaf í forgangi. Þannig þurfi félagið líka að berjast við aðra áhugasama um hundana sem í boði eru. Fulltrúar Lionshreyfingarinnar munu standa fyrir sölu á fjölförnum stöðum um helgina. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra kaupir fyrstu Rauðu fjöðrina í Kringlunni klukkan tólf á föstudaginn.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira