Hátíðartónleikar Árstíða í áttunda sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. desember 2015 09:30 Hljómsveitin Árstíðir hefur ferðast mikið undanfarin ár en vill gera meira á Íslandi á næstunni. Mynd/Stefanie Oepen Hljómsveitin Árstíðir er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem mun bera titilinn Verloren Verleden, en hana vinnur sveitin með hollensku þungarokkssöngkonunni Anneke van Giersbergen. Hún var söngkona hollensku rokkhljómsveitarinnar The Gathering og hefur einnig unnið með kanadíska tónlistarmanninum Devin Townsend og hljómsveitunum Within Temptation og Anathema svo nokkur nöfn séu nefnd. „Hún er mjög þekkt í þungarokkssenunni en mun syngja klassík með okkur. Við kynntumst henni á tónleikaferðalagi fyrir um tveimur árum með rokkhljómsveitinni Pain of Salvation. Hún er frábær söngkona og það má segja að hún sé að fara út fyrir þægindaramma sinn á plötunni okkar en gerir það mjög vel,“ segir Daníel Auðunsson, einn meðlima Árstíða. Á nýju plötunni er að finna klassísk verk eftir tónskáld á borð við Johann Sebastian Bach, Edvard Grieg, Henry Purcell o.fl. sem Árstíðir hafa endurútsett. „Mér hefur verið bent á að sum af þessum lögum tilheyri barokktímabilinu svo ég vona að það fari ekki fyrir hjartað á neinum að við tölum um klassíska plötu í svona daglegu máli,“ en sveitin stefnir á útgáfu í febrúar. „Við vonum að það gangi eftir,“ bætir Daníel við en sveitin gaf síðast út plötu í mars sem nefnist Hvel. Árstíðir hefur undanfarin ár verið iðin við tónleikahald og þá sérstaklega á erlendri grundu en sveitin vill fara að gera meira hér heima. „Þetta er búið að vera mjög viðburðaríkt ár hjá okkur og höfum við farið víða. Við túruðum meðal annars um Bandaríkin í sumar í sex vikur. Annars eru Síbería og Svalbarði ystu staðirnir sem við höfum heimsótt. Við höfum mikið verið í Austur- og Vestur-Evrópu og Rússlandi og okkur langar að fara að gera meira hérna heima. Fólk heldur oft að maður lifi einhverju rokkstjörnulífi á þessum tónleikaferðalögum; að þegar maður fer út þá sé maður á flottum hótelum með brjáluðum eftirpartíum eftir tónleika en ég get nú ekki sagt að það sé alltaf þannig. Vonandi er ég ekki að eyðileggja dagdraumana hjá einhverjum með því að ljóstra þessu upp,“ segir Daníel og bætir við að tónleikaferðir erlendis taki mjög á. „Maður getur til dæmis ekki verið í neinni fastri vinnu með þessu og maður getur aldrei gert plön. Ég kvarta nú samt ekki, því maður væri í þessu nema ástríða væri til staðar. Nú höfum við verið á ferðalagi af og til í fimm ár og meðlimir geta sjaldan planað eitthvað þar sem bandið er alltaf í fyrsta sæti svo við stefnum á að taka okkur frí í sumar.“ Í tilefni af útgáfu nýju plötunnar mun sveitin fara til Hollands í einn mánuð, kemur svo heim í tvær vikur og fer svo í heilan mánuð til í Sviss, Austurríkis og Þýskalands. „Annars erum við ekkert búnir að plana meira á næsta ári.“ Þessa dagana er hljómsveitin á fullu að undirbúa hátíðartónleika sína sem fara fram á Þorláksmessu í Fríkirkjunni en þeir hafa verið haldnir árlega síðan 2008. „Þessir tónleikar hafa alltaf verið að stækka og eru orðnir að hefð. Spiluð verða Árstíðarlög í bland við jólalög og hátíðarlög. Tónleikarnir eru þeir áttundu í röðinni en við höfum yfirleitt fengið óperusöngkonu með okkur og ætlum að gera það í ár. Einnig ætlum við að hafa strengjakvartett með okkur í þetta skiptið en það hentar okkar hljómi einstaklega vel,“ segir Daníel. Óperusöngkonan Hrafnhildur Árnadóttir verður með sveitinni á tónleikunum, sem verða tvennir og hefjast þeir klukkan 16.00 og 21.00. Miðasala fer fram á tix.is. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Hljómsveitin Árstíðir er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem mun bera titilinn Verloren Verleden, en hana vinnur sveitin með hollensku þungarokkssöngkonunni Anneke van Giersbergen. Hún var söngkona hollensku rokkhljómsveitarinnar The Gathering og hefur einnig unnið með kanadíska tónlistarmanninum Devin Townsend og hljómsveitunum Within Temptation og Anathema svo nokkur nöfn séu nefnd. „Hún er mjög þekkt í þungarokkssenunni en mun syngja klassík með okkur. Við kynntumst henni á tónleikaferðalagi fyrir um tveimur árum með rokkhljómsveitinni Pain of Salvation. Hún er frábær söngkona og það má segja að hún sé að fara út fyrir þægindaramma sinn á plötunni okkar en gerir það mjög vel,“ segir Daníel Auðunsson, einn meðlima Árstíða. Á nýju plötunni er að finna klassísk verk eftir tónskáld á borð við Johann Sebastian Bach, Edvard Grieg, Henry Purcell o.fl. sem Árstíðir hafa endurútsett. „Mér hefur verið bent á að sum af þessum lögum tilheyri barokktímabilinu svo ég vona að það fari ekki fyrir hjartað á neinum að við tölum um klassíska plötu í svona daglegu máli,“ en sveitin stefnir á útgáfu í febrúar. „Við vonum að það gangi eftir,“ bætir Daníel við en sveitin gaf síðast út plötu í mars sem nefnist Hvel. Árstíðir hefur undanfarin ár verið iðin við tónleikahald og þá sérstaklega á erlendri grundu en sveitin vill fara að gera meira hér heima. „Þetta er búið að vera mjög viðburðaríkt ár hjá okkur og höfum við farið víða. Við túruðum meðal annars um Bandaríkin í sumar í sex vikur. Annars eru Síbería og Svalbarði ystu staðirnir sem við höfum heimsótt. Við höfum mikið verið í Austur- og Vestur-Evrópu og Rússlandi og okkur langar að fara að gera meira hérna heima. Fólk heldur oft að maður lifi einhverju rokkstjörnulífi á þessum tónleikaferðalögum; að þegar maður fer út þá sé maður á flottum hótelum með brjáluðum eftirpartíum eftir tónleika en ég get nú ekki sagt að það sé alltaf þannig. Vonandi er ég ekki að eyðileggja dagdraumana hjá einhverjum með því að ljóstra þessu upp,“ segir Daníel og bætir við að tónleikaferðir erlendis taki mjög á. „Maður getur til dæmis ekki verið í neinni fastri vinnu með þessu og maður getur aldrei gert plön. Ég kvarta nú samt ekki, því maður væri í þessu nema ástríða væri til staðar. Nú höfum við verið á ferðalagi af og til í fimm ár og meðlimir geta sjaldan planað eitthvað þar sem bandið er alltaf í fyrsta sæti svo við stefnum á að taka okkur frí í sumar.“ Í tilefni af útgáfu nýju plötunnar mun sveitin fara til Hollands í einn mánuð, kemur svo heim í tvær vikur og fer svo í heilan mánuð til í Sviss, Austurríkis og Þýskalands. „Annars erum við ekkert búnir að plana meira á næsta ári.“ Þessa dagana er hljómsveitin á fullu að undirbúa hátíðartónleika sína sem fara fram á Þorláksmessu í Fríkirkjunni en þeir hafa verið haldnir árlega síðan 2008. „Þessir tónleikar hafa alltaf verið að stækka og eru orðnir að hefð. Spiluð verða Árstíðarlög í bland við jólalög og hátíðarlög. Tónleikarnir eru þeir áttundu í röðinni en við höfum yfirleitt fengið óperusöngkonu með okkur og ætlum að gera það í ár. Einnig ætlum við að hafa strengjakvartett með okkur í þetta skiptið en það hentar okkar hljómi einstaklega vel,“ segir Daníel. Óperusöngkonan Hrafnhildur Árnadóttir verður með sveitinni á tónleikunum, sem verða tvennir og hefjast þeir klukkan 16.00 og 21.00. Miðasala fer fram á tix.is.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira