Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2015 14:02 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson vísir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar undanfarin ár. Þetta herma heimildir Vísis. Jóhannes var fyrr í mánuðinum dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti vegna BK-málsins, og þá voru bæði hann og Lárus ákærðir í Stím-málinu en dómsuppsaga verður í því næstkomandi mánudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Snýr að kaupum bankans á eigin hlutabréfum og sölu þeirra Greint var frá því á mbl.is í morgun að rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Glitnis í aðdraganda bankahrunsins 2008 sé lokið. Málið snýr annars vegar að kaupum Glitnis á eigin hlutabréfum og svo hins vegar að því með hvaða hætti bréfin voru seld frá bankanum. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er stefnt að því að ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu, eða ekki, liggi fyrir á fyrstu þremur mánuðum næsta árs.Fangelsisdómar í markaðsmisnotkunarmálum Landsbankans og Kaupþings Sérstakur saksóknari hefur sótt tvö önnur markaðsmisnotkunarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Annars vegar var um að ræða mál Landsbankans en Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir aðild sína að því, en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Tveir aðrir starfsmenn bankans voru einnig dæmdir til refsingar en einn sýknaður. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, dæmdir til refsingar vegna markaðsmisnotkunar í Kaupþingi fyrir hrun. Hreiðari var ekki gerð refsing umfram þann dóm sem hann hlaut í Al Thani-málinu, sem var fimm og hálft ár, en ári var bætt við refsingu Sigurðar og var samanlögð refsing hans fyrir bæði málin fimm ár. Fimm aðrir starfsmenn bankans hlutu dóma í málinu en tveir voru sýknaðir. Báðum þessum dómum héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málin til meðferðar. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar undanfarin ár. Þetta herma heimildir Vísis. Jóhannes var fyrr í mánuðinum dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti vegna BK-málsins, og þá voru bæði hann og Lárus ákærðir í Stím-málinu en dómsuppsaga verður í því næstkomandi mánudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Snýr að kaupum bankans á eigin hlutabréfum og sölu þeirra Greint var frá því á mbl.is í morgun að rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Glitnis í aðdraganda bankahrunsins 2008 sé lokið. Málið snýr annars vegar að kaupum Glitnis á eigin hlutabréfum og svo hins vegar að því með hvaða hætti bréfin voru seld frá bankanum. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er stefnt að því að ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu, eða ekki, liggi fyrir á fyrstu þremur mánuðum næsta árs.Fangelsisdómar í markaðsmisnotkunarmálum Landsbankans og Kaupþings Sérstakur saksóknari hefur sótt tvö önnur markaðsmisnotkunarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Annars vegar var um að ræða mál Landsbankans en Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir aðild sína að því, en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Tveir aðrir starfsmenn bankans voru einnig dæmdir til refsingar en einn sýknaður. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, dæmdir til refsingar vegna markaðsmisnotkunar í Kaupþingi fyrir hrun. Hreiðari var ekki gerð refsing umfram þann dóm sem hann hlaut í Al Thani-málinu, sem var fimm og hálft ár, en ári var bætt við refsingu Sigurðar og var samanlögð refsing hans fyrir bæði málin fimm ár. Fimm aðrir starfsmenn bankans hlutu dóma í málinu en tveir voru sýknaðir. Báðum þessum dómum héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málin til meðferðar.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira