Íslendingar í risavöxnu jarðvarmaverkefni í Eþíópíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2015 19:00 Íslenskt jarðvarmafyrirtæki stendur í ströngu í Eþíópíu og hefur komið að þróun risavaxins jarðvarmaraforkuvers sem fullklárað mun kosta jafnvirði 260 milljarða króna. Fyrirtækið er einnig með verkefni í farvatninu í Karabíska hafinu og Mexíkó Á mánudaginn var skrifað undir samning milli stjórnvalda í Eþíópíu og Corbetti Geothermal kaup á raforku úr nýrri jarðvarmavirkjun sem mun rísa í Oromia héraðinu í Eþíópíu. Corbetti er í eigu íslenska jarðvarmafyrirtækisins Reykjavík Geothermal sem hefur þróað virkjunina á undanförnum fimm árum. Fullkláruð mun hún kosta tvo milljarða dollara, jafnvirði 260 milljarða króna og afkasta 500 megavöttum af raforku. Eþíópísk stjórnvöld munu greiða 7 og hálfan dollara fyrir kílóvattstundina fyrir rafmagnið úr virkjuninni í Oromia héraðinu. Reykjavik Geothermal er svo með annað verkefni í Eþíópíu af svipaðri stærðargráðu í þróun. Hagnaður af raforkusölu vegna þessara verkefna mun hlaupa á milljörðum króna í fyllingu tímans. „Við erum búnir að vera þarna frá 2010 og Eþíópíumenn eru raunar að þróa mörg verkefni sjálfir en þetta er fjölmenn þjóð, það búa 80 milljónir manna þarna. Það er mikill orkuskortur þarna og þar fyrir utan er mikill orkuskortur í Austur-Afríku og þar er verið að tengja saman raforkusvæði þannig að þetta er að verða einn stór raforkumarkaður,“ segir Guðmundur Þóroddsson forstjóri Reykjavik Geothermal. Reykjavík Geothermal var stofnað 2008 og er í eigu bandarískra fjárfesta. Starfsmennirnir eru Íslendingar og það er íslenskt hugvit sem hefur komið að þróun þessara verkefna í Eþíópíu. „Fyrir utan okkur starfa margar verkfræðistofur og sérfræðingar hér á landi að þessum verkefnum og íslenskt hugvit er leiðandi í þeim,“ segir Guðmundur. Reykjavik Geothermal er með fleiri stór verkefni í farvatninu, „Við erum komnir á svipaðan stað með verkefni í St. Vincent í Karabíska hafinu og annað verkefni í Mexíkó.“ Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Íslenskt jarðvarmafyrirtæki stendur í ströngu í Eþíópíu og hefur komið að þróun risavaxins jarðvarmaraforkuvers sem fullklárað mun kosta jafnvirði 260 milljarða króna. Fyrirtækið er einnig með verkefni í farvatninu í Karabíska hafinu og Mexíkó Á mánudaginn var skrifað undir samning milli stjórnvalda í Eþíópíu og Corbetti Geothermal kaup á raforku úr nýrri jarðvarmavirkjun sem mun rísa í Oromia héraðinu í Eþíópíu. Corbetti er í eigu íslenska jarðvarmafyrirtækisins Reykjavík Geothermal sem hefur þróað virkjunina á undanförnum fimm árum. Fullkláruð mun hún kosta tvo milljarða dollara, jafnvirði 260 milljarða króna og afkasta 500 megavöttum af raforku. Eþíópísk stjórnvöld munu greiða 7 og hálfan dollara fyrir kílóvattstundina fyrir rafmagnið úr virkjuninni í Oromia héraðinu. Reykjavik Geothermal er svo með annað verkefni í Eþíópíu af svipaðri stærðargráðu í þróun. Hagnaður af raforkusölu vegna þessara verkefna mun hlaupa á milljörðum króna í fyllingu tímans. „Við erum búnir að vera þarna frá 2010 og Eþíópíumenn eru raunar að þróa mörg verkefni sjálfir en þetta er fjölmenn þjóð, það búa 80 milljónir manna þarna. Það er mikill orkuskortur þarna og þar fyrir utan er mikill orkuskortur í Austur-Afríku og þar er verið að tengja saman raforkusvæði þannig að þetta er að verða einn stór raforkumarkaður,“ segir Guðmundur Þóroddsson forstjóri Reykjavik Geothermal. Reykjavík Geothermal var stofnað 2008 og er í eigu bandarískra fjárfesta. Starfsmennirnir eru Íslendingar og það er íslenskt hugvit sem hefur komið að þróun þessara verkefna í Eþíópíu. „Fyrir utan okkur starfa margar verkfræðistofur og sérfræðingar hér á landi að þessum verkefnum og íslenskt hugvit er leiðandi í þeim,“ segir Guðmundur. Reykjavik Geothermal er með fleiri stór verkefni í farvatninu, „Við erum komnir á svipaðan stað með verkefni í St. Vincent í Karabíska hafinu og annað verkefni í Mexíkó.“
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira