Lífið

Stórfenglegir búningar á Nexus-forsýningu á Avengers: Age of Ultron

Birgir Olgeirsson skrifar
Það mátti sjá afar metnaðarfulla ofurhetjubúninga á Nexus-forsýningunni á Avengers: Age of Ultron.
Það mátti sjá afar metnaðarfulla ofurhetjubúninga á Nexus-forsýningunni á Avengers: Age of Ultron. Vísir/Gunnella Þorgeirsdóttir.
Það var mikið um dýrðir í Sambíóunum í Egilshöll síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem fram fór Nexus-forsýning á kvikmyndinni Avengers: Age of Ultron.

Myndin segir frá baráttu ofurhetjuteymisins Avengers, sem Iron Man, CaptainAmerica, Thor, Hulk, BlackWidow og Hawkeye mynda, gegn vélmenninu Ultron sem ætlar að útrýma mannkyninu.

Myndin er framhald af hinni feyki vinsælu Avengers sem kom út árið 2012 og voru myndirnar  tvær sýndar þetta sama kvöld í Egilshöll á þessari Nexus-forsýningu.

Eigendur Nexus höfðuð boðað til mikillar gleði þar sem frumsýningargestir voru hvattir til að mæta í ofurhetjubúning og var kallinu svo sannarlega svarað.

Þar mátti sjá Iron Man, Draugabana, Kóngulóarmanninn, Hulk, NickFury og CaptainAmerica en svo fór að verðlaun voru veitt fyrir stórbrotinn kóngulóarbúning.

Myndirnar frá kvöldinu má sjá hér fyrir neðan en þær voru teknar af Gunnellu Þorgeirsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×