Varoufakis segir aðgerðir vegna Grikklands dæmdar til að mistakast Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2015 10:01 Varoufakis segir að aðgerðirnar muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. vísir/getty Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og setti af ráðherra sem greiddu atkvæði gegn aðgerðapakka Evrópu vegna Grikklands í gríska þinginu á dögunum. Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem sagði af sér þegar fyrir lá að aðgerðirnar yrðu samþykktar, segir í viðtali við BBC fréttastofuna að aðgerðirnar muni misheppnast og hafi raunar misheppnast nú þegar. Aðgerðirnar ganga út á 86 milljarða evra viðbótarlán til Grikkja gegn ýmsum ströngum aðhaldsaðgerðum, skattahækkunum og afnámi skattaundanþága. En nú eftir helgi hefjast viðræður um nánari útfærslur á því hvernig reisa á við efnahag Grikkja með aðstoð Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varoufakis segir að þessar aðgerðir muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. Áætlunin muni mistakast hver sem taki að sér að framfylgja henni.Varoufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamennvísir/gettyVaroufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamenn. Hann ekur um á mótorhjóli klæddur leðurjakka oft með ljóshærða kærustu sína fyrir aftan sig á hjólinu. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann hafi viljandi ögrað stjórnmálaleiðtogum í Evrópu þegar hann var fjármálaráðherra til að leika „bleyðuleikinn“, eða the Game of Chicken eins og það er kallað á enskunni. Sá leikur gengur út á að tveir bílar aka gegn hvor öðrum þar til annar bílstjórinn sveigir af áður en til árekstrar kemur. En Varoufakis er sérfræðingur í svo kallaðri leikjahagfræði. Grikkir standa vissulega frami fyrir erfiðum kostum og skuldir ríkisins eru gífurlegar. Svo miklar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þær muni fara í 200 prósent af landsfrmleiðslu og verða ósjálfbærar. Varoufakis segir Grikki ekki hafa haft aðra kosti en ganga að skilyrðum lánadrottna enda hafi þeim verið stillt upp við vegg og þurft að velja á milli þess að verða teknir af lífi eða settir á hausinn. Grikkland Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær og setti af ráðherra sem greiddu atkvæði gegn aðgerðapakka Evrópu vegna Grikklands í gríska þinginu á dögunum. Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem sagði af sér þegar fyrir lá að aðgerðirnar yrðu samþykktar, segir í viðtali við BBC fréttastofuna að aðgerðirnar muni misheppnast og hafi raunar misheppnast nú þegar. Aðgerðirnar ganga út á 86 milljarða evra viðbótarlán til Grikkja gegn ýmsum ströngum aðhaldsaðgerðum, skattahækkunum og afnámi skattaundanþága. En nú eftir helgi hefjast viðræður um nánari útfærslur á því hvernig reisa á við efnahag Grikkja með aðstoð Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Varoufakis segir að þessar aðgerðir muni fara á spjöld sögunnar sem hryllilegasta dæmið um smámunahagfræði sem nokkru sinni hafi verið reynd. Áætlunin muni mistakast hver sem taki að sér að framfylgja henni.Varoufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamennvísir/gettyVaroufakis þykir skrautlegur stjórnmálamaður og kemur öðruvísi fyrir en hefðbundnir stjórnmálamenn. Hann ekur um á mótorhjóli klæddur leðurjakka oft með ljóshærða kærustu sína fyrir aftan sig á hjólinu. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að hann hafi viljandi ögrað stjórnmálaleiðtogum í Evrópu þegar hann var fjármálaráðherra til að leika „bleyðuleikinn“, eða the Game of Chicken eins og það er kallað á enskunni. Sá leikur gengur út á að tveir bílar aka gegn hvor öðrum þar til annar bílstjórinn sveigir af áður en til árekstrar kemur. En Varoufakis er sérfræðingur í svo kallaðri leikjahagfræði. Grikkir standa vissulega frami fyrir erfiðum kostum og skuldir ríkisins eru gífurlegar. Svo miklar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þær muni fara í 200 prósent af landsfrmleiðslu og verða ósjálfbærar. Varoufakis segir Grikki ekki hafa haft aðra kosti en ganga að skilyrðum lánadrottna enda hafi þeim verið stillt upp við vegg og þurft að velja á milli þess að verða teknir af lífi eða settir á hausinn.
Grikkland Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent