Snæfell nýtti sér tap Keflavíkur og jók forskot sitt á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta með öruggum sigri á KR í kvöld, 72-56.
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Kristin McCarthy skoruðu báðar 17 stig fyrir Snæfell en Hildur Sigurðardóttir 12 stig.
Hjá KR var Simone Holmes stigahæst með 25 stig en Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði tólf stig.
Valur vann Hamar, 65-61, þar sem Taleya Mayberry skoraði 28 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir 13 stig.
Valur og Grindavík, sem vann Breiðablik í kvöld, eru með 28 stig, tveimur stigum fyrir ofan Hauka.
KR-Snæfell 56-72 (16-21, 13-25, 14-9, 13-17)
KR: Simone Jaqueline Holmes 25/7 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12/5 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 9/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2/5 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 1, Perla Jóhannsdóttir 1.
Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 17, Kristen Denise McCarthy 17/12 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/12 fráköst/8 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/7 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2.
Valur-Hamar 65-61 (13-11, 13-18, 16-8, 23-24, 0-0)
Valur: Taleya Mayberry 28/14 fráköst/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Ragnheiður Benónísdóttir 8/13 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.
Hamar: Sydnei Moss 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Heiða B. Valdimarsdóttir 10/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/15 fráköst/5 varin skot, Sóley Guðgeirsdóttir 5/4 fráköst, Hafdís Ellertsdóttir 3.
Breiðablik-Grindavík 60-72
Tölfræði ekki borist.
Snæfell lagði KR í Vesturbænum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti








Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt
Íslenski boltinn