Sjö mögur ár hjá tískurisanum NTC ingvar haraldsson skrifar 28. október 2015 10:15 Svava Johansen, eigandi NTC, er bjartsýn á framhaldið eftir erfið ár. NTC er risi á fatamarkaðnum. Um tíunda hver króna sem Íslendingar verja í fatakaup hér á landi rennur til fyrirtækisins. Félagið hefur stundað fataverslun frá árinu 1976 og er með um 150 starfsmenn. Velta þess nam 1,8 milljörðum í fyrra þar sem það seldi ríflega þrjú hundruð þúsund flíkur, um eina flík á hvern Íslending. Félagið rekur í dag 15 verslanir í um 5.000 fermetra verslunarrými auk saumastofu, heildsölu og netverslunar. NTC hefur þó átt undir högg að sækja síðustu ár. Félagið var rekið með 30 milljóna tapi á síðasta ári, fjögurra milljóna hagnaði árið þar áður og 89 milljóna tapi árið 2012. Verslunum og seldum flíkum fækkaðÞegar mest var rak NTC tuttugu verslanir en félagið lokaði nú síðast versluninni Deres og þær eru nú orðnar fimmtán. „Eftir hrun breyttust aðstæður á Íslandi. Fólk átti minni pening og það var ekki eins mikið góðæri og var og við urðum að aðlagast því eins og mörg fyrirtæki,“ segir Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC og eiginmaður Svövu. Rekstrartekjur NTC árið 2010 námu 2.220 milljónum króna og hafa því dregist saman um 17,5 prósent síðustu fimm árin. Þegar mest var á árunum fyrir hrun seldi NTC um 440 þúsund flíkur á ári, það hefur hins vegar dregist saman, árin 2009-2011 fór fatasalan niður í 350-370 þúsund flíkur og var um 300 þúsund flíkur á síðasta ári.NTC rekur 15 verslanir í um 5.000 fermetra húsnæði sem í starfa um 150 manns.fréttablaðiðErfitt að eiga við H&M Svava Johansen, eigandi NTC, segir tapið í fyrra að stórum hluta skýrast af erfiðum samningum við erlenda birgja um lágmarksinnkaup á ákveðnum vörumerkjum. Félagið sé nú laust út úr þessum samningum og hún horfi því björtum augum fram á veginn. „Árið í ár lítur mjög vel út. Það er kaupmáttaraukning í þjóðfélaginu og við finnum fyrir henni,“ segir Svava. Almenningur sé farinn að kaupa dýrari vöru á ný. Þá sé stefnt að verðlækkunum eftir að tollar á fatnað og skó falla niður um næstu áramót. Auk þess sé verslun erlendra ferðamanna farin að aukast. Sjá einnig: H&M spenntari fyrir öðrum mörkuðum en þeim íslenska Hins vegar sé erfitt að eiga við verslun Íslendinga erlendis. „25 prósent af allri fatasölu til Íslendinga fer til H&M sem er ekki með verslun á landinu,“ bendir Svava á. Þetta sé þó eitthvað sem íslenskir kaupmenn hafi mátt venjast undanfarin ár.Hér má sjá lykiltölur í rekstri NTC í þúsundum króna.fréttablaðið/creditinfoSvava á sjálf 39 prósenta hlut í félaginu en á 61 prósenta hlut í gegnum Sautján ehf. sem einnig er í hennar eigu. Sautján var stofnað árið 2009 og sér um rekstur húsnæðis og leigusamninga fyrir NTC auk þess að flytja inn og selja skó hér á landi. Hún eignaðist NTC að fullu árið 2005 þegar hún keypti fyrrverandi eiginmann sinn, Ásgeir Bolla Kristinsson, út úr félaginu. Hlutafjárauki tekinn að láni Eigið fé félagsins var neikvætt á árunum 2012 og 2013 um ríflega 40 milljónir króna. Í ársreikningi síðasta árs var eigið fé orðið jákvætt um 77 milljónir króna eftir 150 milljóna hlutafjáraukningu frá Sautján ehf. Sautján hafði ekki greitt hlutaféð um áramótin heldur var um svokallað hlutafjárloforð að ræða. Svava segir að búið sé að greiða hlutaféð sem fjármagnað hafi verið með lántöku. Ef ekki hefði komið til hlutafjáraukningarinnar væri eigið fé NTC neikvætt um ríflega 80 milljónir króna. „Þetta er gert með það í huga að Sautján tekur lánið og er í sínum rekstri og getur alveg séð um þau lán.“Gallerí Sautján rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind.vísir/stefánSlitastjórnarmenn versluðu duglega Í kjölfar bankahrunsins hækkuðu erlend lán NTC verulega. Árið 2007 námu skuldir félagsins 1,1 milljarði króna og var eigið fé þess jákvætt um 250 milljónir króna. Svava segir reksturinn sem slíkan hafa gengið vel þótt félagið hafi skilað tapi 2008 og 2009 en rekstrarhagnaður áður en til afborgana af skuldum kom nam um 164 milljónum fyrra árið og 104 milljónum síðara árið. „Í lok ársins 2008 og árið 2009 voru svo margir að koma frá slitastjórnum og öðrum málum sem tengdust bankahruninu sem voru með glampa í augunum af því að það var allt á hálfvirði fyrir þá. Þeir keyptu oft fyrir hundruð þúsunda í einu,“ segir Svava.Verslunin Smash er ein af átta verslunum sem NTC rekur í Kringlunni.vísir/pjeturÁrið 2010 höfðu skuldirnar hækkað í 1,7 milljarða króna. Endurskoðandi ársreiknings þess árs gerði fyrirvara við undirskrift sína að vafi gæti leikið á um rekstrarhæfi félagsins þar sem eigið fé félagsins væri orðið neikvætt um 484 milljónir króna og skuldir þess 943 milljónir umfram peningalegar eignir og bókfært fé. Sjá einnig: Viðræður standa yfir um skuldamál NTC Skuldastaða félagsins lagaðist hins vegar verulega þegar NTC gerði samning við lánardrottna sína samhliða leiðréttingu á erlendum lánum í desember 2011. Endurútreikningar erlendra lána félagsins lækkuðu skuldir þess um ríflega 900 milljónir króna eða niður í 867 milljónir króna. Samhliða því var skuldum félagsins breytt í íslenskar krónur og hlutafé þess aukið um 70 milljónir króna. Fatabransinn sveiflukenndur Svava segir sífelldar sveiflur vera í fatabransanum. Hún hafi áður upplifað nokkur slæm ár en vísar þá stundum í sjálfa Biblíuna. „2008 hrundi allt og sjö árum seinna, 2015, ætli það verði ekki stærsta árið okkar. Það er sennilega svoleiðis, það eru sjö mögur ár og sjö feit ár,“ segir Svava. „Þetta er oft svolítill barningur en skemmtilegur og heldur manni á tánum. Ég tel mig mjög heppna að vera að gera það sem mér finnst skemmtilegt,“ segir hún að lokum. Tengdar fréttir Fríverslun við Kína nýtist ekki smærri verslunum Áhrifa aukinnar póstverslunar við Kína eftir gildistöku fríverslunarsamnings í fyrrasumar virðist lítið gæta á markaði með tískuföt að sögn eiganda NTC. Þá er misjafnt hversu vel fyrirtæki geta nýtt sér samninginn þegar kemur að innflutningi. 21. janúar 2015 07:00 Markaðurinn í dag: Samanlögð velta 118 milljarðar Samanlögð árleg velta þriggja stærstu aðila á matvörumarkaði nemur 118 milljörðum og hagnaðurinn er rétt undir fjórum milljörðum. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins um 21. janúar 2015 07:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
NTC er risi á fatamarkaðnum. Um tíunda hver króna sem Íslendingar verja í fatakaup hér á landi rennur til fyrirtækisins. Félagið hefur stundað fataverslun frá árinu 1976 og er með um 150 starfsmenn. Velta þess nam 1,8 milljörðum í fyrra þar sem það seldi ríflega þrjú hundruð þúsund flíkur, um eina flík á hvern Íslending. Félagið rekur í dag 15 verslanir í um 5.000 fermetra verslunarrými auk saumastofu, heildsölu og netverslunar. NTC hefur þó átt undir högg að sækja síðustu ár. Félagið var rekið með 30 milljóna tapi á síðasta ári, fjögurra milljóna hagnaði árið þar áður og 89 milljóna tapi árið 2012. Verslunum og seldum flíkum fækkaðÞegar mest var rak NTC tuttugu verslanir en félagið lokaði nú síðast versluninni Deres og þær eru nú orðnar fimmtán. „Eftir hrun breyttust aðstæður á Íslandi. Fólk átti minni pening og það var ekki eins mikið góðæri og var og við urðum að aðlagast því eins og mörg fyrirtæki,“ segir Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC og eiginmaður Svövu. Rekstrartekjur NTC árið 2010 námu 2.220 milljónum króna og hafa því dregist saman um 17,5 prósent síðustu fimm árin. Þegar mest var á árunum fyrir hrun seldi NTC um 440 þúsund flíkur á ári, það hefur hins vegar dregist saman, árin 2009-2011 fór fatasalan niður í 350-370 þúsund flíkur og var um 300 þúsund flíkur á síðasta ári.NTC rekur 15 verslanir í um 5.000 fermetra húsnæði sem í starfa um 150 manns.fréttablaðiðErfitt að eiga við H&M Svava Johansen, eigandi NTC, segir tapið í fyrra að stórum hluta skýrast af erfiðum samningum við erlenda birgja um lágmarksinnkaup á ákveðnum vörumerkjum. Félagið sé nú laust út úr þessum samningum og hún horfi því björtum augum fram á veginn. „Árið í ár lítur mjög vel út. Það er kaupmáttaraukning í þjóðfélaginu og við finnum fyrir henni,“ segir Svava. Almenningur sé farinn að kaupa dýrari vöru á ný. Þá sé stefnt að verðlækkunum eftir að tollar á fatnað og skó falla niður um næstu áramót. Auk þess sé verslun erlendra ferðamanna farin að aukast. Sjá einnig: H&M spenntari fyrir öðrum mörkuðum en þeim íslenska Hins vegar sé erfitt að eiga við verslun Íslendinga erlendis. „25 prósent af allri fatasölu til Íslendinga fer til H&M sem er ekki með verslun á landinu,“ bendir Svava á. Þetta sé þó eitthvað sem íslenskir kaupmenn hafi mátt venjast undanfarin ár.Hér má sjá lykiltölur í rekstri NTC í þúsundum króna.fréttablaðið/creditinfoSvava á sjálf 39 prósenta hlut í félaginu en á 61 prósenta hlut í gegnum Sautján ehf. sem einnig er í hennar eigu. Sautján var stofnað árið 2009 og sér um rekstur húsnæðis og leigusamninga fyrir NTC auk þess að flytja inn og selja skó hér á landi. Hún eignaðist NTC að fullu árið 2005 þegar hún keypti fyrrverandi eiginmann sinn, Ásgeir Bolla Kristinsson, út úr félaginu. Hlutafjárauki tekinn að láni Eigið fé félagsins var neikvætt á árunum 2012 og 2013 um ríflega 40 milljónir króna. Í ársreikningi síðasta árs var eigið fé orðið jákvætt um 77 milljónir króna eftir 150 milljóna hlutafjáraukningu frá Sautján ehf. Sautján hafði ekki greitt hlutaféð um áramótin heldur var um svokallað hlutafjárloforð að ræða. Svava segir að búið sé að greiða hlutaféð sem fjármagnað hafi verið með lántöku. Ef ekki hefði komið til hlutafjáraukningarinnar væri eigið fé NTC neikvætt um ríflega 80 milljónir króna. „Þetta er gert með það í huga að Sautján tekur lánið og er í sínum rekstri og getur alveg séð um þau lán.“Gallerí Sautján rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind.vísir/stefánSlitastjórnarmenn versluðu duglega Í kjölfar bankahrunsins hækkuðu erlend lán NTC verulega. Árið 2007 námu skuldir félagsins 1,1 milljarði króna og var eigið fé þess jákvætt um 250 milljónir króna. Svava segir reksturinn sem slíkan hafa gengið vel þótt félagið hafi skilað tapi 2008 og 2009 en rekstrarhagnaður áður en til afborgana af skuldum kom nam um 164 milljónum fyrra árið og 104 milljónum síðara árið. „Í lok ársins 2008 og árið 2009 voru svo margir að koma frá slitastjórnum og öðrum málum sem tengdust bankahruninu sem voru með glampa í augunum af því að það var allt á hálfvirði fyrir þá. Þeir keyptu oft fyrir hundruð þúsunda í einu,“ segir Svava.Verslunin Smash er ein af átta verslunum sem NTC rekur í Kringlunni.vísir/pjeturÁrið 2010 höfðu skuldirnar hækkað í 1,7 milljarða króna. Endurskoðandi ársreiknings þess árs gerði fyrirvara við undirskrift sína að vafi gæti leikið á um rekstrarhæfi félagsins þar sem eigið fé félagsins væri orðið neikvætt um 484 milljónir króna og skuldir þess 943 milljónir umfram peningalegar eignir og bókfært fé. Sjá einnig: Viðræður standa yfir um skuldamál NTC Skuldastaða félagsins lagaðist hins vegar verulega þegar NTC gerði samning við lánardrottna sína samhliða leiðréttingu á erlendum lánum í desember 2011. Endurútreikningar erlendra lána félagsins lækkuðu skuldir þess um ríflega 900 milljónir króna eða niður í 867 milljónir króna. Samhliða því var skuldum félagsins breytt í íslenskar krónur og hlutafé þess aukið um 70 milljónir króna. Fatabransinn sveiflukenndur Svava segir sífelldar sveiflur vera í fatabransanum. Hún hafi áður upplifað nokkur slæm ár en vísar þá stundum í sjálfa Biblíuna. „2008 hrundi allt og sjö árum seinna, 2015, ætli það verði ekki stærsta árið okkar. Það er sennilega svoleiðis, það eru sjö mögur ár og sjö feit ár,“ segir Svava. „Þetta er oft svolítill barningur en skemmtilegur og heldur manni á tánum. Ég tel mig mjög heppna að vera að gera það sem mér finnst skemmtilegt,“ segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Fríverslun við Kína nýtist ekki smærri verslunum Áhrifa aukinnar póstverslunar við Kína eftir gildistöku fríverslunarsamnings í fyrrasumar virðist lítið gæta á markaði með tískuföt að sögn eiganda NTC. Þá er misjafnt hversu vel fyrirtæki geta nýtt sér samninginn þegar kemur að innflutningi. 21. janúar 2015 07:00 Markaðurinn í dag: Samanlögð velta 118 milljarðar Samanlögð árleg velta þriggja stærstu aðila á matvörumarkaði nemur 118 milljörðum og hagnaðurinn er rétt undir fjórum milljörðum. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins um 21. janúar 2015 07:00 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Fríverslun við Kína nýtist ekki smærri verslunum Áhrifa aukinnar póstverslunar við Kína eftir gildistöku fríverslunarsamnings í fyrrasumar virðist lítið gæta á markaði með tískuföt að sögn eiganda NTC. Þá er misjafnt hversu vel fyrirtæki geta nýtt sér samninginn þegar kemur að innflutningi. 21. janúar 2015 07:00
Markaðurinn í dag: Samanlögð velta 118 milljarðar Samanlögð árleg velta þriggja stærstu aðila á matvörumarkaði nemur 118 milljörðum og hagnaðurinn er rétt undir fjórum milljörðum. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins um 21. janúar 2015 07:00