Fríverslun við Kína nýtist ekki smærri verslunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Starfsmaður Alibaba, sem á póstverslunina AliExpress, á vappi um sameiginlegt rými starfsmanna í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Hangzhou í Kína. Nordicphotos/AFP Fríverslunarsamningurinn við Kína sem gildi tók í fyrrasumar nýtist flestum minni verslunum alls ekki. Á þetta bendir Svava Jóhansen, stofnandi og eigandi NTC, sem á og rekur fjölda tískuverslana. Svava segir að til þess að ná fram þeirri 15 prósenta lækkun á vöruverði sem samningurinn eigi að skila verði verslanir að flytja sjálfar inn beint frá Kína. „Allur okkar varningur er merkjavara í ódýrari og meðalverðum og svo dýrari,“ segir hún. Hluti af framleiðslunni sé framleiddur fyrir NTC og sendur beint og það skili sér í lægra verði og meiri sölu hér heima. En hafi framleiðslan viðkomu í Evrópulandi á leiðinni hingað þá leggist á hana tvöfaldur tollur; fyrst tollur ESB á varning frá Kína og svo tollur aftur á Íslandi á varning frá ESB. „Ég hefði gjarnan viljað sjá afnumda tolla þegar varan fer í gegn um Evrópu,“ segir Svava.Svava JohansenMynd/Nína Björk Hlöðversdóttir„Fríverslunin við Kína er eiginlega bara fyrsta skrefið, en nýtist flestum minni verslunum og minni fyrirtækjum alls ekki. Þetta nýtist okkur hins vegar því við erum að láta framleiða töluvert fyrir okkur sjálf.“ Minni fyrirtækin séu í raun verr stödd því þau þurfi í kjölfarið að kljást við meiri samkeppni. Hvað varðar kaup á fatnaði frá Kína í tengslum við vefverslanir á borð við AliExpress segist Svava ekki hafa orðið vör við að þau viðskipti hafi haft áhrif á verslanir NTC. Netverslun færist hins vegar í vöxt eins og fyrirtækið finni sjálft fyrir með tilkomu eigin vefverslunar fyrir skömmu. Hún hafi verið stigvaxandi og sendar séu vörur á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. „Ég held að fólk úti á landi sé komið lengra í að versla á netinu, sérstaklega ef það býr þar sem langt er í stærri verslanir,“ segir hún og eins finnist sumum betra að spara tíma og panta sér hluti á netinu. Svava segir fjölmarga framleiða vörur sínar í Kína, en þar kunni aftur að vera munur á verksmiðjum. „Fínustu verksmiðjurnar eru náttúrlega undirlagðar af merkjavöru á borð við þá sem við bjóðum upp á og haft er gæðaeftirlit með, en svo eru náttúrlega til aðrar verksmiðjur þar sem allt kostar 2.000 og 1.000 krónur. Þar má gera ráð fyrir að öll uppsetning, laun og aðbúnaður starfsmanna sé með öðrum hætti.“ Því kunni að fylgja því siðferðileg álitamál að panta mjög ódýran varning frá Kína. „Það er hins vegar örugglega heilmikið keypt frá Kína eins og tölur frá Póstinum sýna,“ segir Svava og telur eflaust um einhverja samkeppni að ræða við sínar verslanir, en svo geti líka verið að fólk sé frekar að kaupa barnaföt og annan varning sem ekki sé til hjá verslunum NTC. Svava segir að enn sem komið er sé samkeppni frá verslunarferðum fólks til útlanda sterkari þegar kemur að fatnaði. Því sé til dæmis fleygt að 40 prósent íslenskrar barnafataverslunar eigi sér stað utan landsteinanna og 20 prósent fataverslunar. Þar eigi verslanir H&M stóran hlut. Dagný Jónsdóttir, sem í fyrravor skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskólann í Reykjavík um fríverslun við Kína, segir pakka þurfa að millilenda á tollfríu svæði í Evrópu, eigi fríverslunin að skila sér, fari sendingar ekki beint hingað frá Kína. „ESB er ekki með fríverslunarsamning við Kína,“ segir hún. Því fari eftir tollareglum hverju sinni hvaða álögur leggist á vörurnar. Hins vegar hafi Kínverjar sýnt því mikinn áhuga að hefja viðræður við Evrópusambandið um fríverslun, en slíkir samningar séu misvíðtækir og því erfitt að geta sér til um möguleg áhrif slíks samnings, náist saman um slíkar viðræður. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Fríverslunarsamningurinn við Kína sem gildi tók í fyrrasumar nýtist flestum minni verslunum alls ekki. Á þetta bendir Svava Jóhansen, stofnandi og eigandi NTC, sem á og rekur fjölda tískuverslana. Svava segir að til þess að ná fram þeirri 15 prósenta lækkun á vöruverði sem samningurinn eigi að skila verði verslanir að flytja sjálfar inn beint frá Kína. „Allur okkar varningur er merkjavara í ódýrari og meðalverðum og svo dýrari,“ segir hún. Hluti af framleiðslunni sé framleiddur fyrir NTC og sendur beint og það skili sér í lægra verði og meiri sölu hér heima. En hafi framleiðslan viðkomu í Evrópulandi á leiðinni hingað þá leggist á hana tvöfaldur tollur; fyrst tollur ESB á varning frá Kína og svo tollur aftur á Íslandi á varning frá ESB. „Ég hefði gjarnan viljað sjá afnumda tolla þegar varan fer í gegn um Evrópu,“ segir Svava.Svava JohansenMynd/Nína Björk Hlöðversdóttir„Fríverslunin við Kína er eiginlega bara fyrsta skrefið, en nýtist flestum minni verslunum og minni fyrirtækjum alls ekki. Þetta nýtist okkur hins vegar því við erum að láta framleiða töluvert fyrir okkur sjálf.“ Minni fyrirtækin séu í raun verr stödd því þau þurfi í kjölfarið að kljást við meiri samkeppni. Hvað varðar kaup á fatnaði frá Kína í tengslum við vefverslanir á borð við AliExpress segist Svava ekki hafa orðið vör við að þau viðskipti hafi haft áhrif á verslanir NTC. Netverslun færist hins vegar í vöxt eins og fyrirtækið finni sjálft fyrir með tilkomu eigin vefverslunar fyrir skömmu. Hún hafi verið stigvaxandi og sendar séu vörur á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. „Ég held að fólk úti á landi sé komið lengra í að versla á netinu, sérstaklega ef það býr þar sem langt er í stærri verslanir,“ segir hún og eins finnist sumum betra að spara tíma og panta sér hluti á netinu. Svava segir fjölmarga framleiða vörur sínar í Kína, en þar kunni aftur að vera munur á verksmiðjum. „Fínustu verksmiðjurnar eru náttúrlega undirlagðar af merkjavöru á borð við þá sem við bjóðum upp á og haft er gæðaeftirlit með, en svo eru náttúrlega til aðrar verksmiðjur þar sem allt kostar 2.000 og 1.000 krónur. Þar má gera ráð fyrir að öll uppsetning, laun og aðbúnaður starfsmanna sé með öðrum hætti.“ Því kunni að fylgja því siðferðileg álitamál að panta mjög ódýran varning frá Kína. „Það er hins vegar örugglega heilmikið keypt frá Kína eins og tölur frá Póstinum sýna,“ segir Svava og telur eflaust um einhverja samkeppni að ræða við sínar verslanir, en svo geti líka verið að fólk sé frekar að kaupa barnaföt og annan varning sem ekki sé til hjá verslunum NTC. Svava segir að enn sem komið er sé samkeppni frá verslunarferðum fólks til útlanda sterkari þegar kemur að fatnaði. Því sé til dæmis fleygt að 40 prósent íslenskrar barnafataverslunar eigi sér stað utan landsteinanna og 20 prósent fataverslunar. Þar eigi verslanir H&M stóran hlut. Dagný Jónsdóttir, sem í fyrravor skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskólann í Reykjavík um fríverslun við Kína, segir pakka þurfa að millilenda á tollfríu svæði í Evrópu, eigi fríverslunin að skila sér, fari sendingar ekki beint hingað frá Kína. „ESB er ekki með fríverslunarsamning við Kína,“ segir hún. Því fari eftir tollareglum hverju sinni hvaða álögur leggist á vörurnar. Hins vegar hafi Kínverjar sýnt því mikinn áhuga að hefja viðræður við Evrópusambandið um fríverslun, en slíkir samningar séu misvíðtækir og því erfitt að geta sér til um möguleg áhrif slíks samnings, náist saman um slíkar viðræður.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira