H&M spenntari fyrir öðrum mörkuðum en þeim íslenska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2015 09:45 Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins. Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarin ár að fataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, muni opna útibú í Smáralind í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir fyrirtækið vera með skýra stefnu varðandi opnanir og greinilegt að aðrir markaðir, þar sem eigi eftir að opna verslanir, séu meira spennandi en sá íslenski. „Það eru engar breytingar á því. Það hafa ekki verið neinar viðræður í gangi af okkar hálfu,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Líklega hallar á engan með þeirri fullyrðingu að H&M sé vinsælasta vörumerki Íslendinga í kaupferðum erlendis. En hvers vegna er fyrirtækið ekki búið að opna verslun í landi þar sem vörumerkið er svo vinsælt? Sturla segist auðvitað vona það besta fyrir íslenskan markað en að H&M taki sér langan tíma þegar komi að ákvörðunum um opnun verslana.Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands.Mynd af WikipediaGreinilega aðrir markaðir meira spennandi en sá íslenski „Þetta er gríðarlega stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir hafa sína stefnu varðandi opnanar. Þeir eiga eftir að opna á mörkuðum sem eru greinilega meira spennandi en íslenski markaðurinn,“ segir Sturla. Hann bendir á að stefna H&M sé mjög ábyrg og sterk rök þurfi til að detta inn í fyrirfram skilgreinda atburðarás varðandi opnanir. Sjá einnig: Í viðræðum um að opna H&M á Íslandi Sturla segir að Smáralind minni reglulega á sig hjá H&M og öðrum stórum vörumerkjum. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður átt sér stað í um fjögur ár. „Við vorum í samningaviðræðum við þá á sínum tíma, árið 2011. Það er síðasta skipti sem við ræddum við þá af einhverri alvöru. Niðurstaðan varð að þeir myndu ekki koma,“ segir Sturla. Stöðugur orðrómur fari ekki framhjá honum en þetta sé staðan. Tengdar fréttir H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49 Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarin ár að fataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, muni opna útibú í Smáralind í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir fyrirtækið vera með skýra stefnu varðandi opnanir og greinilegt að aðrir markaðir, þar sem eigi eftir að opna verslanir, séu meira spennandi en sá íslenski. „Það eru engar breytingar á því. Það hafa ekki verið neinar viðræður í gangi af okkar hálfu,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Líklega hallar á engan með þeirri fullyrðingu að H&M sé vinsælasta vörumerki Íslendinga í kaupferðum erlendis. En hvers vegna er fyrirtækið ekki búið að opna verslun í landi þar sem vörumerkið er svo vinsælt? Sturla segist auðvitað vona það besta fyrir íslenskan markað en að H&M taki sér langan tíma þegar komi að ákvörðunum um opnun verslana.Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands.Mynd af WikipediaGreinilega aðrir markaðir meira spennandi en sá íslenski „Þetta er gríðarlega stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir hafa sína stefnu varðandi opnanar. Þeir eiga eftir að opna á mörkuðum sem eru greinilega meira spennandi en íslenski markaðurinn,“ segir Sturla. Hann bendir á að stefna H&M sé mjög ábyrg og sterk rök þurfi til að detta inn í fyrirfram skilgreinda atburðarás varðandi opnanir. Sjá einnig: Í viðræðum um að opna H&M á Íslandi Sturla segir að Smáralind minni reglulega á sig hjá H&M og öðrum stórum vörumerkjum. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður átt sér stað í um fjögur ár. „Við vorum í samningaviðræðum við þá á sínum tíma, árið 2011. Það er síðasta skipti sem við ræddum við þá af einhverri alvöru. Niðurstaðan varð að þeir myndu ekki koma,“ segir Sturla. Stöðugur orðrómur fari ekki framhjá honum en þetta sé staðan.
Tengdar fréttir H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49 Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49
Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43