Viðræður standa yfir um skuldamál NTC-veldisins 6. janúar 2011 04:30 Svava Johansen sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankamanna sem hún hafi ekki skilið. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
„Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði," segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Langtímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé neikvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagnaði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, reksturinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peningalegar eignir og leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningi sem NTC gerði við Landsbankann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrirtækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökkbreyst," segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömuleiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipulagningu við að leiðrétta skuldastöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera," segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuldir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara," segir Svava. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira