Sálfræðingar eru nauðsynlegt afl inn í skólakerfið Eymundur L. Eymundsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2015. Til þess að taka á vandanum strax í grunnskóla er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga og leyfa þeim að vinna þá vinnu sem þeir eru menntaðir til. Það eru mörg ungmenni sem eiga erfitt og halda ekki áfram námi eftir grunnskóla þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að fá aðstoð út af sinni vanlíðan. Þau hafa því ekki sömu tækifæri og aðrir þar sem þau hafa brotna sjálfsmynd, vantar skilning og stuðning frá samfélaginu. Með því að hafa sálfræðing í hverjum grunnskóla getur það haft fyrirbyggjandi áhrif og gefið börnum tækifæri og von um betri lífsgæði og bætta sjálfsmynd. Það gefur þessum börnum tækifæri á að byggja upp sitt líf með meiri menntun og möguleika í lífinu.Hvað verður um þessi ungmenni? Það er nefnilega aldrei talað um þau ungmenni sem halda ekki áfram eftir grunnskóla. Hvað ætli séu mörg ungmenni sem fara ekki í framhaldsskóla út af sinni vanlíðan og brotnu sjálfsmynd? Ég sjálfur gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla þar sem ég hafði ekki sjálfstraust til þess þá og leitaði í vímuefni til að deyfa mig eða drekka í mig kjark! Mörg dæmi er hægt að nefna þar sem ungmenni hafa ekki getað haldið áfram námi eftir grunnskóla út af sinni vanlíðan. Hvað verður um þessi ungmenni og hvaða tækifæri hafa þau eftir grunnskóla? Hve mörg af þessum ungmennum leita í vímuefni, einangra sig og flýja inn í ímyndaðan heim tölvuleikja? Eða gæti verið að seinna meir falli þau fyrir eigin hendi út af sinni vanlíðan eða neyslu? Gæti verið að þau sem hætta í framhaldsskólum út af andlegum veikindum hafi ekki fengið þá viðeigandi aðstoð sem þau hafa þurft á að halda í grunnskóla? Að það vanti sálfræðinga í framhaldsskóla til að þau geti haldið áfram námi?Sparnaður og mannréttindi Þegar menn eru að tala um sparnað eru þeir ekki með í huga þarfir þessara barna sem eiga að vera mannréttindi fyrir hvert barn sem þarf á þessu að halda. Menn tala um hreyfingu sem er góð út af fyrir sig. En þegar þessum börnum líður illa þurfa þau eitthvað meira til að byggja á til að geta hreyft sig. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að fá aðstoð frá manneskju sem er sérmenntuð á því sviði sem þau þurfa til að efla og byggja upp sjálfstraust barnsins.Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er hægt að fyrirbyggja margt með því að fá sálfræðing í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins og þar af leiðandi að gefa sem flestum tækifæri til að nýta sína styrkleika til náms og láta sína drauma rætast! Ekki segja að þetta kosti of mikið! Hvað kosta framtíðarmöguleikar barns og hvert mannslíf? Það er ekki eftir neinu að bíða! Ég tala af eigin reynslu um þessi mál og það er kominn tími á að við tökum strax á þessum málum og viðurkennum að þau þurfi hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sálfræðing í hverjum skóla og gefa börnum og ungmennum sömu tækifæri til náms og framtíðarmöguleika í lífinu.Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur af sínum geðröskunum.Komst úr myrkrinu með góðri hjálp og er meðlimur í https://grofin.wordpress.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2015. Til þess að taka á vandanum strax í grunnskóla er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga og leyfa þeim að vinna þá vinnu sem þeir eru menntaðir til. Það eru mörg ungmenni sem eiga erfitt og halda ekki áfram námi eftir grunnskóla þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að fá aðstoð út af sinni vanlíðan. Þau hafa því ekki sömu tækifæri og aðrir þar sem þau hafa brotna sjálfsmynd, vantar skilning og stuðning frá samfélaginu. Með því að hafa sálfræðing í hverjum grunnskóla getur það haft fyrirbyggjandi áhrif og gefið börnum tækifæri og von um betri lífsgæði og bætta sjálfsmynd. Það gefur þessum börnum tækifæri á að byggja upp sitt líf með meiri menntun og möguleika í lífinu.Hvað verður um þessi ungmenni? Það er nefnilega aldrei talað um þau ungmenni sem halda ekki áfram eftir grunnskóla. Hvað ætli séu mörg ungmenni sem fara ekki í framhaldsskóla út af sinni vanlíðan og brotnu sjálfsmynd? Ég sjálfur gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla þar sem ég hafði ekki sjálfstraust til þess þá og leitaði í vímuefni til að deyfa mig eða drekka í mig kjark! Mörg dæmi er hægt að nefna þar sem ungmenni hafa ekki getað haldið áfram námi eftir grunnskóla út af sinni vanlíðan. Hvað verður um þessi ungmenni og hvaða tækifæri hafa þau eftir grunnskóla? Hve mörg af þessum ungmennum leita í vímuefni, einangra sig og flýja inn í ímyndaðan heim tölvuleikja? Eða gæti verið að seinna meir falli þau fyrir eigin hendi út af sinni vanlíðan eða neyslu? Gæti verið að þau sem hætta í framhaldsskólum út af andlegum veikindum hafi ekki fengið þá viðeigandi aðstoð sem þau hafa þurft á að halda í grunnskóla? Að það vanti sálfræðinga í framhaldsskóla til að þau geti haldið áfram námi?Sparnaður og mannréttindi Þegar menn eru að tala um sparnað eru þeir ekki með í huga þarfir þessara barna sem eiga að vera mannréttindi fyrir hvert barn sem þarf á þessu að halda. Menn tala um hreyfingu sem er góð út af fyrir sig. En þegar þessum börnum líður illa þurfa þau eitthvað meira til að byggja á til að geta hreyft sig. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að fá aðstoð frá manneskju sem er sérmenntuð á því sviði sem þau þurfa til að efla og byggja upp sjálfstraust barnsins.Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er hægt að fyrirbyggja margt með því að fá sálfræðing í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins og þar af leiðandi að gefa sem flestum tækifæri til að nýta sína styrkleika til náms og láta sína drauma rætast! Ekki segja að þetta kosti of mikið! Hvað kosta framtíðarmöguleikar barns og hvert mannslíf? Það er ekki eftir neinu að bíða! Ég tala af eigin reynslu um þessi mál og það er kominn tími á að við tökum strax á þessum málum og viðurkennum að þau þurfi hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sálfræðing í hverjum skóla og gefa börnum og ungmennum sömu tækifæri til náms og framtíðarmöguleika í lífinu.Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur af sínum geðröskunum.Komst úr myrkrinu með góðri hjálp og er meðlimur í https://grofin.wordpress.com
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun