Tenórar deila Kristján Jóhannsson og Gunnar Guðbjörnsson skrifar 17. október 2015 07:00 Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkennara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deildum við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skólanum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett.Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjartsýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbúning að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríki gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem fulltrúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað listafólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga.Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og framhaldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjarasamningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söngkennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóð eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgarstjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntunar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkennara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deildum við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skólanum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett.Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjartsýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbúning að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríki gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem fulltrúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað listafólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga.Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og framhaldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjarasamningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söngkennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóð eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgarstjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntunar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun