Puritalia 427 er 605 hestafla smábíll Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 16:00 Puritalia 427 er enginn letingi. Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent
Hann ætti að verða snöggur þessi litli bíll með 605 hestöfl undir húddinu. Framleiðandi þessa bíls er ítalskur og heitir Puritalia. Þar á bæ er meiningin að framleiða 427 eintök af þessum snaggaralega bíl og selja þá á 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna. Grunngerð bílsins er 445 hestöfl sem kemur frá Ford Coyote V8 vél með 5,0 lítra sprengirými. Bílinn verður einnig hægt að fá með 605 hestafla útfærslu vélarinnar sem fær stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 6 gíra beinskiptingu. Til stendur að selja bílinn í Evrópu, Bandaríkjunum og í miðausturlöndum þar sem nóg er af forríkum kaupendum svona bíla. Puritalia ætlar í kjölfar smíði þessa bíls að framleiða sportbíl með miðjusetta vél sem fær aukið afl með rafmótorum.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent