Framtíðarútlit Audi bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 10:22 Audi Prologue Avant. Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent
Audi hefur sent frá sér myndir af bíl sem sýndur verður á komandi bílasýningu í Genf. Hann markar framtíðarútlit bíla frá Audi. Bíllinn sem sést hér á mynd ber vinnuheitið Audi Prologue Avant, en Audi hefur áður sýnt tilraunabíl sem borið hefur heitið Prologue, en nú er það útfært enn frekar á langbak. Audi hefur ekki sagt hvað er undir húddinu á þessum nýja bíl, en ef það er sama vélin og í fyrri Prologue bíl er það ekki til að svekkja unnendur öflugra bíla. Í honum var 4,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og rafmótorum sem skilar 677 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á litlum 3,5 sekúndum. Það er þó ekki vélbúnaður bílsins sem er aðalfréttin með þessum nýja Audi Prologue Avant, heldur ytra útlit hans, sem gefur tóninn fyrir hönnum framtíðarbíla Audi. Ólíkt fyrri Prologue tilraunabíl Audi er þessi Avant bíll með 4 hurðum, en fyrri Prologue bíll var aðeins með 2 hurðum. Mesta útlitsbreytingin frá fyrri Prologue bíl er á framenda bílsins og er hægt að segja að vel hafi tekist til með hönnun hans. Sá nýi stendur á 22 tommu felgum og er ansi lágur frá vegi.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent