Geir Sveinsson horfði upp á lærisveina sína í Magdeburg tapa með átta marka mun, 32-24, fyrir Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Magdeburg er í 11. sæti deildarinnar með 18 stig en liðið hefur ekki sýnt mikinn stöðugleika í vetur.
Stórskyttan Laus Kaufmann skoraði 10 mörk fyrir Göppingen sem leiddi allan leikinn og vann sanngjarnan sigur.
Marko Bezjak og Michael Damgaard skoruðu fimm mörk hvor fyrir Magdeburg sem mætir Hamburg í næsta deildarleik sínum.
