Volkswagen Golf tekur á flug í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2015 11:33 Sjöunda kynslóð Volkswagen Golf. Volkswagen hefur átt bágt með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á undanförnum árum og salan í fyrra minnkaði frá árinu 2013 þrátt fyrir aukna bílasölu í landinu. Í nýliðnum maí jókst loks sala Volkswagen í Bandaríkjunum og á mikil aukning í sölu Volkswagen Golf þar stærstan þátt. Það sem af er liðið ári hefur salan á hinni nýju og sjöundu kynslóð Golf þrefaldast frá fyrra ári. Fyrstu 5 mánuðina í fyrra seldust aðeins 8.941 Golf en á fyrstu 5 mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 24.579 og salan fer stigvaxandi. Hún var innan við 4.000 bílar í febrúar en í maí seldust 6.300. Volkswagen þarf reyndar að bjóða fleiri bíla á Bandaríkjamarkaði sem höfða til landans þar og þá sárvantar jeppa og jepplinga sem seljast eins og heitar lummur þar vestra um þessar mundir. Volkswagen er að smíða þriggja raða sæta jeppa sem ætlaður verður sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað, en eitthvað er þó í komu hans. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent
Volkswagen hefur átt bágt með sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á undanförnum árum og salan í fyrra minnkaði frá árinu 2013 þrátt fyrir aukna bílasölu í landinu. Í nýliðnum maí jókst loks sala Volkswagen í Bandaríkjunum og á mikil aukning í sölu Volkswagen Golf þar stærstan þátt. Það sem af er liðið ári hefur salan á hinni nýju og sjöundu kynslóð Golf þrefaldast frá fyrra ári. Fyrstu 5 mánuðina í fyrra seldust aðeins 8.941 Golf en á fyrstu 5 mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 24.579 og salan fer stigvaxandi. Hún var innan við 4.000 bílar í febrúar en í maí seldust 6.300. Volkswagen þarf reyndar að bjóða fleiri bíla á Bandaríkjamarkaði sem höfða til landans þar og þá sárvantar jeppa og jepplinga sem seljast eins og heitar lummur þar vestra um þessar mundir. Volkswagen er að smíða þriggja raða sæta jeppa sem ætlaður verður sérstaklega fyrir Bandaríkjamarkað, en eitthvað er þó í komu hans.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent