Margir nú þegar lækkað verð til samræmis við afnám vörugjalda Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2015 14:28 Félag atvinnurekanda fagnar þessum breytingum og tekur undir hvatningu Alþýðusambandsins og annarra til neytenda að fylgjast vel með verðbreytingum. visir/vilhelm Um áramótin tóku gildi tvær breytingar á álagningu neysluskatta; annars vegar var stigið skref í samræmingu skattþrepa virðisaukaskatts og hins vegar voru vörugjöld afnumin. Félag atvinnurekanda fagnar þessum breytingum og tekur undir hvatningu Alþýðusambandsins og annarra til neytenda að fylgjast vel með verðbreytingum sem verða vegna þessara skattabreytinga en þetta kemur fram í tilkynningu frá FA. „FA vill þó hvetja neytendur til að hafa tvennt í huga þegar verðbreytingar um áramót eru skoðaðar. Annars vegar hafa margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja þegar lækkað verð þeirra til samræmis við afnám vörugjaldanna. Þetta töldu mörg fyrirtæki sig verða að gera strax í september þegar frumvarp um afnám vörugjalda kom fram á Alþingi, einfaldlega til að tryggja sölu það sem eftir lifði árs. Ella hefðu verið líkur á að margir hefðu frestað kaupum á raftækjum fram yfir áramót,“ segir í tilkynningunni frá FA. Þar segir einnig að þau fyrirtæki hafi í raun tekið vörugjaldið á sig í nokkra mánuði og tryggt að neytendur nutu verðlækkunarinnar fyrr en ella, eins og sést glöggt í tölum Hagstofunnar. „Hins vegar hefur FA bent á að ekki var fallist á tillögur félagsins um að innflytjendur fengju endurgreitt vörugjald sem þeir hafa þegar greitt til ríkissjóðs af vörum sem þeir eiga óseldar á lager um áramót. Vegna þessa getur áhrifa vörugjalds gætt áfram í verði ýmissa vara nokkrar vikur fram á nýja árið og verðlækkunin til neytenda frestast sem því nemur.“ Tengdar fréttir Mikil vinna við að breyta verði Vöru lækka og hækka í verði í nær öllum verslunum. 2. janúar 2015 11:08 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Um áramótin tóku gildi tvær breytingar á álagningu neysluskatta; annars vegar var stigið skref í samræmingu skattþrepa virðisaukaskatts og hins vegar voru vörugjöld afnumin. Félag atvinnurekanda fagnar þessum breytingum og tekur undir hvatningu Alþýðusambandsins og annarra til neytenda að fylgjast vel með verðbreytingum sem verða vegna þessara skattabreytinga en þetta kemur fram í tilkynningu frá FA. „FA vill þó hvetja neytendur til að hafa tvennt í huga þegar verðbreytingar um áramót eru skoðaðar. Annars vegar hafa margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja þegar lækkað verð þeirra til samræmis við afnám vörugjaldanna. Þetta töldu mörg fyrirtæki sig verða að gera strax í september þegar frumvarp um afnám vörugjalda kom fram á Alþingi, einfaldlega til að tryggja sölu það sem eftir lifði árs. Ella hefðu verið líkur á að margir hefðu frestað kaupum á raftækjum fram yfir áramót,“ segir í tilkynningunni frá FA. Þar segir einnig að þau fyrirtæki hafi í raun tekið vörugjaldið á sig í nokkra mánuði og tryggt að neytendur nutu verðlækkunarinnar fyrr en ella, eins og sést glöggt í tölum Hagstofunnar. „Hins vegar hefur FA bent á að ekki var fallist á tillögur félagsins um að innflytjendur fengju endurgreitt vörugjald sem þeir hafa þegar greitt til ríkissjóðs af vörum sem þeir eiga óseldar á lager um áramót. Vegna þessa getur áhrifa vörugjalds gætt áfram í verði ýmissa vara nokkrar vikur fram á nýja árið og verðlækkunin til neytenda frestast sem því nemur.“
Tengdar fréttir Mikil vinna við að breyta verði Vöru lækka og hækka í verði í nær öllum verslunum. 2. janúar 2015 11:08 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Mikil vinna við að breyta verði Vöru lækka og hækka í verði í nær öllum verslunum. 2. janúar 2015 11:08