Frakkar hættir með hátekjuskatt Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2015 13:24 Emmanuel Macron, Gerard Depardieu og Francois Hollande. Vísir/AFP Ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun í gær um að endurnýja ekki 75 prósenta hátekjuskatt sem lagður var á árið 2012. Skatturinn aflaði ríkinu ekki nægilegar tekjur og einstaklingar með háar tekjur höfðu flúið land vegna hans. 75 prósent skattur var lagður á allar árstekjur sem fara yfir eina milljón evra. Alls aflaði skatturinn rúmum 505 milljónum dala (64,6 milljarðar króna) á síðustu tveimur árum, sem samsvarar einungis hálfu prósenti af fjárhagshalla franska ríkisins. Á vef Business Insider segir að ríkisstjórnin ætli að fara leið sem sé „vingjarnlegri“ viðskiptaheiminum. Það vakti mikla athygli þegar leikarinn Gerard Depardieu afsalaði ríkisborgararétti sínum í Frakklandi og flutti til Rússlands vegna skattanna. Skatturinn var eitt af stærstu kosningamálum Francois Hollande, forseta Frakklands, árið 2012. Hann gerði breytingar á ríkisstjórn sinni í fyrra og fékk Emmanuel Macron, sem er einungis 37 ára gamall og hefur starfað sem fjárfestir hjá Rothschild og Cie Banque bankanum. Sá hafði lýst hátekjuskattinum sem: „Kúba, án sólarinnar.“ Efnahagur Frakklands þykir vera í vandræðum en á fyrri helmingi þessa árs er spáð 0,3 prósenta hagvexti og atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í byrjun desember. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun í gær um að endurnýja ekki 75 prósenta hátekjuskatt sem lagður var á árið 2012. Skatturinn aflaði ríkinu ekki nægilegar tekjur og einstaklingar með háar tekjur höfðu flúið land vegna hans. 75 prósent skattur var lagður á allar árstekjur sem fara yfir eina milljón evra. Alls aflaði skatturinn rúmum 505 milljónum dala (64,6 milljarðar króna) á síðustu tveimur árum, sem samsvarar einungis hálfu prósenti af fjárhagshalla franska ríkisins. Á vef Business Insider segir að ríkisstjórnin ætli að fara leið sem sé „vingjarnlegri“ viðskiptaheiminum. Það vakti mikla athygli þegar leikarinn Gerard Depardieu afsalaði ríkisborgararétti sínum í Frakklandi og flutti til Rússlands vegna skattanna. Skatturinn var eitt af stærstu kosningamálum Francois Hollande, forseta Frakklands, árið 2012. Hann gerði breytingar á ríkisstjórn sinni í fyrra og fékk Emmanuel Macron, sem er einungis 37 ára gamall og hefur starfað sem fjárfestir hjá Rothschild og Cie Banque bankanum. Sá hafði lýst hátekjuskattinum sem: „Kúba, án sólarinnar.“ Efnahagur Frakklands þykir vera í vandræðum en á fyrri helmingi þessa árs er spáð 0,3 prósenta hagvexti og atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í byrjun desember.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent