Nissan lokar tímabundið í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2015 10:44 Við verksmiðju Nissan í Rússlandi. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur bætast í hóp þeirra sem annaðhvort loka alveg verksmiðjum sínum í Rússlandi eða tímabundið. Nú hefur Nissan bæst í þann hóp, en Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Pétursborg milli dagsins í gær, 16. mars og til 31. mars. Sala Nissan bíla féll um 45% í febrúar í Rússlandi og heildarbílasalan þar um 38%. General Motors ætlar að loka mun lengur en Nissan í verksmiðju sinni í Rússlandi, eða í 8 vikur og hefst sú lokun seint í þessum mánuði. Nissan framleiðir bílana X-Trail, Murano, Teana og Pathfinder í Pétursborg. Nissan hefur engan veginn gefist upp á Rússlandsmarkaði og hefur að markmiði að tvöfalda framleiðslu sína þar á næstu árum. Það gæti þó farið eftir efnahagsástandinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir slíkum áætlunum.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent