SNL stjörnur: Þekktir grínistar leita að íslenskum leikurum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2015 09:30 Hér má sjá félagana úr Saturday Night Live. Bandarísku grínistarnir Seth Meyers, Fred Armisen og Bill Hader leita nú að íslenskum leikurum í hlutverk í þætti í nýrri þáttaröð sem þeir semja og leika í.Seth Meyers.Þáttaröðin ber titilinn American Documentary og verður einn þátturinn tekinn upp hér á landi. Þættirnir eru í svokölluðum „mockumentary“-stíl; þeir eru látnir líta út fyrir að vera heimildarmynd, þrátt fyrir að vera í raun skrifaðir. Sem dæmi um þætti í svipuðum stíl má nefna Spinal tap, en „mockumentary"-formið hefur einnig verið nýtt í þáttum á borð við The Office og Parks and Recreation, en báðir þættirnir nutu gífurlegra vinsælda vestanhafs. Þátturinn sem tekinn verður upp hér á landi mun fjalla um Ísland. Seth Meyers hélt upp á afmælið sitt hér á landi í desember á síðasta ári og ferðaðist þá um landið ásamt eiginkonu sinni, mannréttindalögfræðingnum Alexei Ashe. Fred ArmisenFyrirtækið Zik zak kvikmyndir starfar með framleiðendum þáttaraðarinnar og sér Nanna Kristín Magnúsdóttir um að skipa í hlutverk. Alls leita framleiðendurnir að þrjátíu íslenskum leikurum í stór sem smá hlutverk. Þeir Fred Armisen, Seth Meyers og Bill Hader eru vel þekktir í Bandaríkjunum. Þeir léku saman í gamanþáttunum vinsælu Saturday Night Live frá 2005 til 2013, auk þess sem Meyers var einn af handritshöfundum þáttanna. Félagarnir hafa leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Meyers stýrir nú sínum eigin spjallþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni. Fred Armisen er með Meyers í þáttunum, en sá fyrrnefndi stýrir hljómsveitinni í þáttunum. Armisen byrjaði einmitt feril sinn í skemmtanabransanum sem tónlistarmaður.Bill Hader.Mikil spenna ríkir fyrir þáttunum American Documentary, en þeir verða sýndir á IFC-sjónvarpsstöðinni, sem hefur í gegnum tíðina sérhæft sig í að sýna svokallaðar sjálfstæðar kvikmyndir og þætti sem falla ekki að dagskrárstefnu stærri sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum. Til dæmis hefur verið sagt frá nýjum þáttunum á vefsíðu Variety. Þar kemur fram að nýja þáttaröðin verði hluti af nýrri og bættri dagskrá á IFC, sem þykir hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár. Hver þáttur verður hálftími að lengd og hafa samningar náðst um sex þætti. Hér að neðan má sjá skemmtilegan „sketsa" með þeim félögum úr Saturday Night Live og öðrum þáttum. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Bandarísku grínistarnir Seth Meyers, Fred Armisen og Bill Hader leita nú að íslenskum leikurum í hlutverk í þætti í nýrri þáttaröð sem þeir semja og leika í.Seth Meyers.Þáttaröðin ber titilinn American Documentary og verður einn þátturinn tekinn upp hér á landi. Þættirnir eru í svokölluðum „mockumentary“-stíl; þeir eru látnir líta út fyrir að vera heimildarmynd, þrátt fyrir að vera í raun skrifaðir. Sem dæmi um þætti í svipuðum stíl má nefna Spinal tap, en „mockumentary"-formið hefur einnig verið nýtt í þáttum á borð við The Office og Parks and Recreation, en báðir þættirnir nutu gífurlegra vinsælda vestanhafs. Þátturinn sem tekinn verður upp hér á landi mun fjalla um Ísland. Seth Meyers hélt upp á afmælið sitt hér á landi í desember á síðasta ári og ferðaðist þá um landið ásamt eiginkonu sinni, mannréttindalögfræðingnum Alexei Ashe. Fred ArmisenFyrirtækið Zik zak kvikmyndir starfar með framleiðendum þáttaraðarinnar og sér Nanna Kristín Magnúsdóttir um að skipa í hlutverk. Alls leita framleiðendurnir að þrjátíu íslenskum leikurum í stór sem smá hlutverk. Þeir Fred Armisen, Seth Meyers og Bill Hader eru vel þekktir í Bandaríkjunum. Þeir léku saman í gamanþáttunum vinsælu Saturday Night Live frá 2005 til 2013, auk þess sem Meyers var einn af handritshöfundum þáttanna. Félagarnir hafa leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Meyers stýrir nú sínum eigin spjallþætti á NBC-sjónvarpsstöðinni. Fred Armisen er með Meyers í þáttunum, en sá fyrrnefndi stýrir hljómsveitinni í þáttunum. Armisen byrjaði einmitt feril sinn í skemmtanabransanum sem tónlistarmaður.Bill Hader.Mikil spenna ríkir fyrir þáttunum American Documentary, en þeir verða sýndir á IFC-sjónvarpsstöðinni, sem hefur í gegnum tíðina sérhæft sig í að sýna svokallaðar sjálfstæðar kvikmyndir og þætti sem falla ekki að dagskrárstefnu stærri sjónvarpsstöðvanna í Bandaríkjunum. Til dæmis hefur verið sagt frá nýjum þáttunum á vefsíðu Variety. Þar kemur fram að nýja þáttaröðin verði hluti af nýrri og bættri dagskrá á IFC, sem þykir hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár. Hver þáttur verður hálftími að lengd og hafa samningar náðst um sex þætti. Hér að neðan má sjá skemmtilegan „sketsa" með þeim félögum úr Saturday Night Live og öðrum þáttum.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira