Vegagerðin býður út Dettifossveg Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2015 13:11 Frá lagningu fyrsta áfanga nýs Dettifossvegar árið 2009. Mynd/Stöð 2. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í þriðja áfanga hins nýja Dettifossvegar. Verkinu skal lokið um mitt næsta sumar og verður þá komið malbik langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Kaflinn sem nú er boðinn út er níu kílómetra langur og liggur frá bænum Tóvegg að vegamótum niður í Vesturdal og Hljóðakletta. Lengi hefur verið kallað eftir vegarbótum á þessari leið enda þurfa ferðamenn að aka eftir niðurgröfnum moldarslóða til að heimsækja þessar náttúruperlur Jökulsárgljúfra. Þessa dagana er að ljúka öðrum áfanga Dettifossvegar vestan Jökulsár, nyrsta kaflanum, þriggja kílómetra kafla frá þjóðvegi 85 í Kelduhverfi að bænum Tóvegg, sem boðinn var út árið 2014. Að sögn verktakans, Árna Helgasonar, er stefnt að því að leggja klæðningu á kaflann í næstu viku. Verkið hófst í fyrrahaust. Fyrsti áfanginn, syðsti hluti vegarins, 25 kílómetra kafli frá hringveginum á Mývatnsöræfum og að Dettifossi, var lagður á árunum 2009 til 2011. Tilboð í þriðja áfangann verða opnuð hjá Vegagerðinni þann 30. júní. Vinna við vegagerð getur þó ekki hafist fyrr en eftir 10. ágúst 2015. Vinna á rösklega og er þess krafist að verktaki ljúki ræsagerð, gerð fyllinga, neðra burðarlags, efnisvinnslu og útlögn neðra hluta efra burðarlags fyrir 31. desember 2015. Verkinu skal svo að fullu lokið 15. júlí 2016. Þá verður eftir kaflinn um Hólmatungur, milli Dettifoss og Vesturdals, og einnig afleggjarinn niður í Vesturdal, alls um 20 kílómetrar. Tengdar fréttir Meira malbik á Dettifossveg Langþráð vegagerð að frægum ferðamannastöðum á Norðausturlandi, kaflinn frá Ásbyrgi áleiðis að Hljóðaklettum, er að hefjast. 15. maí 2014 20:45 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í þriðja áfanga hins nýja Dettifossvegar. Verkinu skal lokið um mitt næsta sumar og verður þá komið malbik langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Kaflinn sem nú er boðinn út er níu kílómetra langur og liggur frá bænum Tóvegg að vegamótum niður í Vesturdal og Hljóðakletta. Lengi hefur verið kallað eftir vegarbótum á þessari leið enda þurfa ferðamenn að aka eftir niðurgröfnum moldarslóða til að heimsækja þessar náttúruperlur Jökulsárgljúfra. Þessa dagana er að ljúka öðrum áfanga Dettifossvegar vestan Jökulsár, nyrsta kaflanum, þriggja kílómetra kafla frá þjóðvegi 85 í Kelduhverfi að bænum Tóvegg, sem boðinn var út árið 2014. Að sögn verktakans, Árna Helgasonar, er stefnt að því að leggja klæðningu á kaflann í næstu viku. Verkið hófst í fyrrahaust. Fyrsti áfanginn, syðsti hluti vegarins, 25 kílómetra kafli frá hringveginum á Mývatnsöræfum og að Dettifossi, var lagður á árunum 2009 til 2011. Tilboð í þriðja áfangann verða opnuð hjá Vegagerðinni þann 30. júní. Vinna við vegagerð getur þó ekki hafist fyrr en eftir 10. ágúst 2015. Vinna á rösklega og er þess krafist að verktaki ljúki ræsagerð, gerð fyllinga, neðra burðarlags, efnisvinnslu og útlögn neðra hluta efra burðarlags fyrir 31. desember 2015. Verkinu skal svo að fullu lokið 15. júlí 2016. Þá verður eftir kaflinn um Hólmatungur, milli Dettifoss og Vesturdals, og einnig afleggjarinn niður í Vesturdal, alls um 20 kílómetrar.
Tengdar fréttir Meira malbik á Dettifossveg Langþráð vegagerð að frægum ferðamannastöðum á Norðausturlandi, kaflinn frá Ásbyrgi áleiðis að Hljóðaklettum, er að hefjast. 15. maí 2014 20:45 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Meira malbik á Dettifossveg Langþráð vegagerð að frægum ferðamannastöðum á Norðausturlandi, kaflinn frá Ásbyrgi áleiðis að Hljóðaklettum, er að hefjast. 15. maí 2014 20:45
Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00
Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24
Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30