Vegagerðin býður út Dettifossveg Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2015 13:11 Frá lagningu fyrsta áfanga nýs Dettifossvegar árið 2009. Mynd/Stöð 2. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í þriðja áfanga hins nýja Dettifossvegar. Verkinu skal lokið um mitt næsta sumar og verður þá komið malbik langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Kaflinn sem nú er boðinn út er níu kílómetra langur og liggur frá bænum Tóvegg að vegamótum niður í Vesturdal og Hljóðakletta. Lengi hefur verið kallað eftir vegarbótum á þessari leið enda þurfa ferðamenn að aka eftir niðurgröfnum moldarslóða til að heimsækja þessar náttúruperlur Jökulsárgljúfra. Þessa dagana er að ljúka öðrum áfanga Dettifossvegar vestan Jökulsár, nyrsta kaflanum, þriggja kílómetra kafla frá þjóðvegi 85 í Kelduhverfi að bænum Tóvegg, sem boðinn var út árið 2014. Að sögn verktakans, Árna Helgasonar, er stefnt að því að leggja klæðningu á kaflann í næstu viku. Verkið hófst í fyrrahaust. Fyrsti áfanginn, syðsti hluti vegarins, 25 kílómetra kafli frá hringveginum á Mývatnsöræfum og að Dettifossi, var lagður á árunum 2009 til 2011. Tilboð í þriðja áfangann verða opnuð hjá Vegagerðinni þann 30. júní. Vinna við vegagerð getur þó ekki hafist fyrr en eftir 10. ágúst 2015. Vinna á rösklega og er þess krafist að verktaki ljúki ræsagerð, gerð fyllinga, neðra burðarlags, efnisvinnslu og útlögn neðra hluta efra burðarlags fyrir 31. desember 2015. Verkinu skal svo að fullu lokið 15. júlí 2016. Þá verður eftir kaflinn um Hólmatungur, milli Dettifoss og Vesturdals, og einnig afleggjarinn niður í Vesturdal, alls um 20 kílómetrar. Tengdar fréttir Meira malbik á Dettifossveg Langþráð vegagerð að frægum ferðamannastöðum á Norðausturlandi, kaflinn frá Ásbyrgi áleiðis að Hljóðaklettum, er að hefjast. 15. maí 2014 20:45 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í þriðja áfanga hins nýja Dettifossvegar. Verkinu skal lokið um mitt næsta sumar og verður þá komið malbik langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta. Kaflinn sem nú er boðinn út er níu kílómetra langur og liggur frá bænum Tóvegg að vegamótum niður í Vesturdal og Hljóðakletta. Lengi hefur verið kallað eftir vegarbótum á þessari leið enda þurfa ferðamenn að aka eftir niðurgröfnum moldarslóða til að heimsækja þessar náttúruperlur Jökulsárgljúfra. Þessa dagana er að ljúka öðrum áfanga Dettifossvegar vestan Jökulsár, nyrsta kaflanum, þriggja kílómetra kafla frá þjóðvegi 85 í Kelduhverfi að bænum Tóvegg, sem boðinn var út árið 2014. Að sögn verktakans, Árna Helgasonar, er stefnt að því að leggja klæðningu á kaflann í næstu viku. Verkið hófst í fyrrahaust. Fyrsti áfanginn, syðsti hluti vegarins, 25 kílómetra kafli frá hringveginum á Mývatnsöræfum og að Dettifossi, var lagður á árunum 2009 til 2011. Tilboð í þriðja áfangann verða opnuð hjá Vegagerðinni þann 30. júní. Vinna við vegagerð getur þó ekki hafist fyrr en eftir 10. ágúst 2015. Vinna á rösklega og er þess krafist að verktaki ljúki ræsagerð, gerð fyllinga, neðra burðarlags, efnisvinnslu og útlögn neðra hluta efra burðarlags fyrir 31. desember 2015. Verkinu skal svo að fullu lokið 15. júlí 2016. Þá verður eftir kaflinn um Hólmatungur, milli Dettifoss og Vesturdals, og einnig afleggjarinn niður í Vesturdal, alls um 20 kílómetrar.
Tengdar fréttir Meira malbik á Dettifossveg Langþráð vegagerð að frægum ferðamannastöðum á Norðausturlandi, kaflinn frá Ásbyrgi áleiðis að Hljóðaklettum, er að hefjast. 15. maí 2014 20:45 Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Meira malbik á Dettifossveg Langþráð vegagerð að frægum ferðamannastöðum á Norðausturlandi, kaflinn frá Ásbyrgi áleiðis að Hljóðaklettum, er að hefjast. 15. maí 2014 20:45
Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00
Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24
Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30