Stuðlar matarverð á Íslandi að heilsuspillandi mataræði? Lars Óli Jessen skrifar 27. ágúst 2015 19:10 „Verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að hann stuðlar að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem sækist eftir því að fara eftir núverandi ráðleggingum stofnana um mataræði”. Þetta voru meðal helstu niðurtaða í rannsókn sem kannaði matarverð ólíkra vöruflokka út frá hollustugildi. Rannsóknin var lokaverkefni mitt í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík síðasta vor. Til þess að uppfylla orkuþörf meðalmanns er talið æskilegt að neyta um 2000 hitaeininga á dag, þó sumir þurfi meira og aðrir minna. Lengi vel sá Manneldisráð Íslands um að búa til svokallaða hollustukörfu, sem innihélt hæfilegt magn vikuskammts af öllum matvörum sem mælt var með að almenningur borðaði. Í rannsókninni var notast við nýjustu útgáfu hollustukörfunnar til viðmiðunar við þá vöruflokka sem kannað var verð á, en þeir voru grænmeti, ávextir, heilsusafar, gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Reiknað var út hversu dýrt væri að uppfylla orkuþörf meðalmanns í heila viku bæði með hollustukörfunni og einnig hverjum og einum vöruflokki fyrir sig. Við verðsamanburð þar sem tekið er mið af hitaeiningafjölda kemur skýrt í ljós að þeir vöruflokkar sem teljast hollir eru dýrari heldur en þeir óhollu. Grænmeti, ávextir og heilsusafar voru í öllum tilvikum dýrari en hollustukarfan á meðan óhollu vöruflokkarnir þrír voru ódýrari, þ.e. gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Nánar má sjá meðalverð allra vöruflokka sem uppfyllir hitaeiningaþörf meðalmanns í heila viku í töflunni hér til hliðar.Vöruflokkur - Verð vikuskammts Hollustukarfa - 7.170 kr Grænmeti - 56.496 kr Ávextir - 11.326 kr Heilsusafar - 14.981 kr Gosdrykkir - 3.972 kr Sælgæti - 4.145 kr Kexkökur - 2.597 kr Í þjóðfélagi þar sem er mikil almenn vitneskja um lýðheilsu og hvað það er sem hefur áhrif á hana er það mat höfundar að verðlag matvæla ætti ekki að vera eins og það er á Íslandi í dag. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar í samfélaginu undanfarin ár og áratugi á sviði heilsu og lífsgæða er alltaf hægt að gera betur. Vissulega er það á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig að huga að eigin heilsu, en aftur á móti er það á ábyrgð stjórnvalda að hanna samfélag sem auðveldar fólki að fara eftir ráðleggingum stofnana er varða heilsu. Meðal annars má þar nefna matarverð, en þessi rannsókn sýnir fram á að hollur matur er dýrari en óhollur matur, sem hefur neikvæð áhrif á matarval almennings. Ritgerðina er hægt að lesa í heild sinni hér á Skemmunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
„Verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að hann stuðlar að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem sækist eftir því að fara eftir núverandi ráðleggingum stofnana um mataræði”. Þetta voru meðal helstu niðurtaða í rannsókn sem kannaði matarverð ólíkra vöruflokka út frá hollustugildi. Rannsóknin var lokaverkefni mitt í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík síðasta vor. Til þess að uppfylla orkuþörf meðalmanns er talið æskilegt að neyta um 2000 hitaeininga á dag, þó sumir þurfi meira og aðrir minna. Lengi vel sá Manneldisráð Íslands um að búa til svokallaða hollustukörfu, sem innihélt hæfilegt magn vikuskammts af öllum matvörum sem mælt var með að almenningur borðaði. Í rannsókninni var notast við nýjustu útgáfu hollustukörfunnar til viðmiðunar við þá vöruflokka sem kannað var verð á, en þeir voru grænmeti, ávextir, heilsusafar, gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Reiknað var út hversu dýrt væri að uppfylla orkuþörf meðalmanns í heila viku bæði með hollustukörfunni og einnig hverjum og einum vöruflokki fyrir sig. Við verðsamanburð þar sem tekið er mið af hitaeiningafjölda kemur skýrt í ljós að þeir vöruflokkar sem teljast hollir eru dýrari heldur en þeir óhollu. Grænmeti, ávextir og heilsusafar voru í öllum tilvikum dýrari en hollustukarfan á meðan óhollu vöruflokkarnir þrír voru ódýrari, þ.e. gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Nánar má sjá meðalverð allra vöruflokka sem uppfyllir hitaeiningaþörf meðalmanns í heila viku í töflunni hér til hliðar.Vöruflokkur - Verð vikuskammts Hollustukarfa - 7.170 kr Grænmeti - 56.496 kr Ávextir - 11.326 kr Heilsusafar - 14.981 kr Gosdrykkir - 3.972 kr Sælgæti - 4.145 kr Kexkökur - 2.597 kr Í þjóðfélagi þar sem er mikil almenn vitneskja um lýðheilsu og hvað það er sem hefur áhrif á hana er það mat höfundar að verðlag matvæla ætti ekki að vera eins og það er á Íslandi í dag. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar í samfélaginu undanfarin ár og áratugi á sviði heilsu og lífsgæða er alltaf hægt að gera betur. Vissulega er það á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig að huga að eigin heilsu, en aftur á móti er það á ábyrgð stjórnvalda að hanna samfélag sem auðveldar fólki að fara eftir ráðleggingum stofnana er varða heilsu. Meðal annars má þar nefna matarverð, en þessi rannsókn sýnir fram á að hollur matur er dýrari en óhollur matur, sem hefur neikvæð áhrif á matarval almennings. Ritgerðina er hægt að lesa í heild sinni hér á Skemmunni.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun