Stuðlar matarverð á Íslandi að heilsuspillandi mataræði? Lars Óli Jessen skrifar 27. ágúst 2015 19:10 „Verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að hann stuðlar að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem sækist eftir því að fara eftir núverandi ráðleggingum stofnana um mataræði”. Þetta voru meðal helstu niðurtaða í rannsókn sem kannaði matarverð ólíkra vöruflokka út frá hollustugildi. Rannsóknin var lokaverkefni mitt í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík síðasta vor. Til þess að uppfylla orkuþörf meðalmanns er talið æskilegt að neyta um 2000 hitaeininga á dag, þó sumir þurfi meira og aðrir minna. Lengi vel sá Manneldisráð Íslands um að búa til svokallaða hollustukörfu, sem innihélt hæfilegt magn vikuskammts af öllum matvörum sem mælt var með að almenningur borðaði. Í rannsókninni var notast við nýjustu útgáfu hollustukörfunnar til viðmiðunar við þá vöruflokka sem kannað var verð á, en þeir voru grænmeti, ávextir, heilsusafar, gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Reiknað var út hversu dýrt væri að uppfylla orkuþörf meðalmanns í heila viku bæði með hollustukörfunni og einnig hverjum og einum vöruflokki fyrir sig. Við verðsamanburð þar sem tekið er mið af hitaeiningafjölda kemur skýrt í ljós að þeir vöruflokkar sem teljast hollir eru dýrari heldur en þeir óhollu. Grænmeti, ávextir og heilsusafar voru í öllum tilvikum dýrari en hollustukarfan á meðan óhollu vöruflokkarnir þrír voru ódýrari, þ.e. gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Nánar má sjá meðalverð allra vöruflokka sem uppfyllir hitaeiningaþörf meðalmanns í heila viku í töflunni hér til hliðar.Vöruflokkur - Verð vikuskammts Hollustukarfa - 7.170 kr Grænmeti - 56.496 kr Ávextir - 11.326 kr Heilsusafar - 14.981 kr Gosdrykkir - 3.972 kr Sælgæti - 4.145 kr Kexkökur - 2.597 kr Í þjóðfélagi þar sem er mikil almenn vitneskja um lýðheilsu og hvað það er sem hefur áhrif á hana er það mat höfundar að verðlag matvæla ætti ekki að vera eins og það er á Íslandi í dag. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar í samfélaginu undanfarin ár og áratugi á sviði heilsu og lífsgæða er alltaf hægt að gera betur. Vissulega er það á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig að huga að eigin heilsu, en aftur á móti er það á ábyrgð stjórnvalda að hanna samfélag sem auðveldar fólki að fara eftir ráðleggingum stofnana er varða heilsu. Meðal annars má þar nefna matarverð, en þessi rannsókn sýnir fram á að hollur matur er dýrari en óhollur matur, sem hefur neikvæð áhrif á matarval almennings. Ritgerðina er hægt að lesa í heild sinni hér á Skemmunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
„Verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að hann stuðlar að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem sækist eftir því að fara eftir núverandi ráðleggingum stofnana um mataræði”. Þetta voru meðal helstu niðurtaða í rannsókn sem kannaði matarverð ólíkra vöruflokka út frá hollustugildi. Rannsóknin var lokaverkefni mitt í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík síðasta vor. Til þess að uppfylla orkuþörf meðalmanns er talið æskilegt að neyta um 2000 hitaeininga á dag, þó sumir þurfi meira og aðrir minna. Lengi vel sá Manneldisráð Íslands um að búa til svokallaða hollustukörfu, sem innihélt hæfilegt magn vikuskammts af öllum matvörum sem mælt var með að almenningur borðaði. Í rannsókninni var notast við nýjustu útgáfu hollustukörfunnar til viðmiðunar við þá vöruflokka sem kannað var verð á, en þeir voru grænmeti, ávextir, heilsusafar, gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Reiknað var út hversu dýrt væri að uppfylla orkuþörf meðalmanns í heila viku bæði með hollustukörfunni og einnig hverjum og einum vöruflokki fyrir sig. Við verðsamanburð þar sem tekið er mið af hitaeiningafjölda kemur skýrt í ljós að þeir vöruflokkar sem teljast hollir eru dýrari heldur en þeir óhollu. Grænmeti, ávextir og heilsusafar voru í öllum tilvikum dýrari en hollustukarfan á meðan óhollu vöruflokkarnir þrír voru ódýrari, þ.e. gosdrykkir, sælgæti og kexkökur. Nánar má sjá meðalverð allra vöruflokka sem uppfyllir hitaeiningaþörf meðalmanns í heila viku í töflunni hér til hliðar.Vöruflokkur - Verð vikuskammts Hollustukarfa - 7.170 kr Grænmeti - 56.496 kr Ávextir - 11.326 kr Heilsusafar - 14.981 kr Gosdrykkir - 3.972 kr Sælgæti - 4.145 kr Kexkökur - 2.597 kr Í þjóðfélagi þar sem er mikil almenn vitneskja um lýðheilsu og hvað það er sem hefur áhrif á hana er það mat höfundar að verðlag matvæla ætti ekki að vera eins og það er á Íslandi í dag. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar í samfélaginu undanfarin ár og áratugi á sviði heilsu og lífsgæða er alltaf hægt að gera betur. Vissulega er það á ábyrgð hvers einstaklings fyrir sig að huga að eigin heilsu, en aftur á móti er það á ábyrgð stjórnvalda að hanna samfélag sem auðveldar fólki að fara eftir ráðleggingum stofnana er varða heilsu. Meðal annars má þar nefna matarverð, en þessi rannsókn sýnir fram á að hollur matur er dýrari en óhollur matur, sem hefur neikvæð áhrif á matarval almennings. Ritgerðina er hægt að lesa í heild sinni hér á Skemmunni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun