Kron gjaldþrota og ný kennitala stofnuð: Viðskiptahættir sem misbjóða siðferðisvitund ingvar haraldsson skrifar 25. mars 2015 12:47 Hjónin Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir hafa rekið verslanir Kron sem nú er búið að lýsa gjaldþrota. Ný kennitala hefur verið stofnuð á sama nafni. vísir/anton Búið er að lýsa Kron ehf gjaldþrota en fyrirtækið hefur rekið tískuvöruverslanir undir sama nafni. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp gjaldþrotaúrskurðinn þann 18. mars síðastliðinn. Þetta staðfestir Börkur Hrafnsson skiptastjóri yfir búinu. Tollstjóri fór fram á gjaldþrotaskiptin vegna milljóna skuldar fyrirtækisins við Tollinn. Kron ehf var dæmt þann 29. janúar í Hæstarétti til að greiða spænskum skóframleiðendum 18 milljóna króna skuld auk dráttarvaxta og 1,5 milljóna málsvarnarlauna. Dómsmálið snérist m.a. um 400 skópör sem Kron pantaði frá Sapena Trading Company SL. Kron hélt fram að hluti sendingarinnar væri gölluð.Sjá einnig: Dómurinn yfir Kron staðfestur Dómsmálið snérist einnig um 8 milljón króna skuld Kron við Salvador Sapena SL. Samkvæmt dómnum áttu fyrirtækin í viðskiptum milli 2008 og 2011. Salvador Sapena segist hafa þann 10. nóvember 2011 sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði.“ Ný kennitala stofnuð á sama nafni Tveim vikum eftir að dómurinn í Hæstarétti féll, þann 12. febrúar, var ný kennitala stofnuð undir nafninu Kron ehf. Magni Þorsteinsson, annar rekstaraðila Kron, er skráður eigandi félagsins. Nafni gamla félagsins, sem dæmt var til að greiða skuldina, var tveim dögum síðar breytt í Sapena ehf.Hugrún og Magni hafa borið því við að skópör sem þau fengu send frá Spáni hafi verið gölluð.vísir/báraHörður Helgi Helgason, lögmaður spænsku skóframleiðendanna, segir að siðferðisvitund umbjóðenda hans sé misboðið. „Þeir fara í viðskipti við þetta fólk hér heima vegna þessa að það orðspor hefur farið af íslenskum viðskiptamönnum og smásölum að þeir standi við gerða samninga og reyni ekki að víkja sér undan skuldbindingum sínum. En þegar þeir fá núna fréttir í þessari viku að Kron sem þeir eiga svona háar fjárhæðir inni hjá séu búnir að stofna nýtt fyrirtæki og ætli sér að reka það undir sama nafni á sama stað með sömu vöru, sömu starfsemi og sama starfsfólk þá misbýður það siðferðisvitund þeirra,“ segir Hörður.Svartsýnn á að nokkuð fáist greitt Af fenginni reynslu segist Hörður afar svartsýnn á að nokkuð fáist greitt upp í skuldina sem Kron var dæmt til að greiða. „Ég þykist vita það að þegar menn vinna við framleiðslu á varningi sem þessum sem hver króna skiptir máli, þá er það vissulega ávallt erfitt þegar jafn stór hluti af framleiðslunni fæst ekki greiddur,“ segir Hörður og bætir við: „Orðspor íslensk viðskiptalífs er í þeirra augum í hættu ef þessir viðskiptahættir geta fengið að viðgangast.“ Ekki hefur náðst í eigendur Kron þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26 Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40 Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Búið er að lýsa Kron ehf gjaldþrota en fyrirtækið hefur rekið tískuvöruverslanir undir sama nafni. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp gjaldþrotaúrskurðinn þann 18. mars síðastliðinn. Þetta staðfestir Börkur Hrafnsson skiptastjóri yfir búinu. Tollstjóri fór fram á gjaldþrotaskiptin vegna milljóna skuldar fyrirtækisins við Tollinn. Kron ehf var dæmt þann 29. janúar í Hæstarétti til að greiða spænskum skóframleiðendum 18 milljóna króna skuld auk dráttarvaxta og 1,5 milljóna málsvarnarlauna. Dómsmálið snérist m.a. um 400 skópör sem Kron pantaði frá Sapena Trading Company SL. Kron hélt fram að hluti sendingarinnar væri gölluð.Sjá einnig: Dómurinn yfir Kron staðfestur Dómsmálið snérist einnig um 8 milljón króna skuld Kron við Salvador Sapena SL. Samkvæmt dómnum áttu fyrirtækin í viðskiptum milli 2008 og 2011. Salvador Sapena segist hafa þann 10. nóvember 2011 sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði.“ Ný kennitala stofnuð á sama nafni Tveim vikum eftir að dómurinn í Hæstarétti féll, þann 12. febrúar, var ný kennitala stofnuð undir nafninu Kron ehf. Magni Þorsteinsson, annar rekstaraðila Kron, er skráður eigandi félagsins. Nafni gamla félagsins, sem dæmt var til að greiða skuldina, var tveim dögum síðar breytt í Sapena ehf.Hugrún og Magni hafa borið því við að skópör sem þau fengu send frá Spáni hafi verið gölluð.vísir/báraHörður Helgi Helgason, lögmaður spænsku skóframleiðendanna, segir að siðferðisvitund umbjóðenda hans sé misboðið. „Þeir fara í viðskipti við þetta fólk hér heima vegna þessa að það orðspor hefur farið af íslenskum viðskiptamönnum og smásölum að þeir standi við gerða samninga og reyni ekki að víkja sér undan skuldbindingum sínum. En þegar þeir fá núna fréttir í þessari viku að Kron sem þeir eiga svona háar fjárhæðir inni hjá séu búnir að stofna nýtt fyrirtæki og ætli sér að reka það undir sama nafni á sama stað með sömu vöru, sömu starfsemi og sama starfsfólk þá misbýður það siðferðisvitund þeirra,“ segir Hörður.Svartsýnn á að nokkuð fáist greitt Af fenginni reynslu segist Hörður afar svartsýnn á að nokkuð fáist greitt upp í skuldina sem Kron var dæmt til að greiða. „Ég þykist vita það að þegar menn vinna við framleiðslu á varningi sem þessum sem hver króna skiptir máli, þá er það vissulega ávallt erfitt þegar jafn stór hluti af framleiðslunni fæst ekki greiddur,“ segir Hörður og bætir við: „Orðspor íslensk viðskiptalífs er í þeirra augum í hættu ef þessir viðskiptahættir geta fengið að viðgangast.“ Ekki hefur náðst í eigendur Kron þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26 Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40 Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Eigendur Kron ósáttir: „Myndir þú kaupa þessa skó með 20 prósenta afslætti?“ Ætla að vera með 400 gölluð skópör til sýnis í verslun sinni. 2. febrúar 2015 20:26
Dómurinn yfir Kron staðfestur Tískuvöruversluninni Kron gert að greiða 18 milljónir. 30. janúar 2015 10:40
Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47
„Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02