Hinsegin bareflið Biblían Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 9. júní 2015 12:02 Margir upplifa Biblíuna sem framandi bók sem virðist þjóna þeim tilgangi helstum að vera beitt sem barefli á þau sem falla utan við hið hefðbundna mót. Sú mynd er sannarlega skiljanleg í ljósi þess hversu oft hún er reidd til höggs gegn fólki í ýmsum tilgangi. Því fer þó fjarri að Biblían sé fyrst og fremst barefli, heldur er hún þvert á móti heillandi ritsafn sem hefur lagt grunninn að menningu okkar og samfélagi með ríkari hætti en flesta órar fyrir. Hinsegin fólki hefur sviðið undan barningi þeirra sem beita Biblíunni sem barefli og mætti af því álykta að samkynhneigð væri eitt af megin umfjöllunarefnum ritningarinnar. Svo er þó ekki en af um 30.000 versum Biblíunnar hafa sex ritningarstaðir verið mestmegnis notaðir gegn hinsegin fólki og enginn þeirra fjallar um samkynhneigð. Í Fyrstu Mósebók er að finna tvær frásagnir sem iðulega koma upp þegar samkynhneigð er fordæmd. Önnur þeirra er sagan af eyðingu borgarinnar Sódómu en svo útbreidd er sú hugmynd að þar sé fjallað um hinsegin fólk að borgarnafnið hefur á ensku orðið að heiti á samkynhneigð, með vísan í endaþarmsmök karla. Hin sláandi saga fjallar hinsvegar ekki um ástir heldur útlendingahatur en borgarmúgur hópnauðgar útlendingum sem voru í þeirra huga af hættulegu þjóðerni. Sú nauðgun hefur að markmiði lítillækkun útlendinganna og á ekkert skylt við ástir eða kynlíf. Víða er vísað til Sódómu í Biblíunni en þar er hvergi nefnd sú tenging við kynhneigð sem varð til innan kirkjunnar á 6. öld. Hin frásögnin er önnur sköpunarsagan, sem er þá lesin bókstaflega til að vísa í að Adam og Eva séu sköpuð hvort fyrir annað og útilokar þar með að samkynja pör geti verið það. Bókstafleg túlkun á sköpunarsögunum hefur í gegnum kirkjusöguna verið minnihlutatúlkun en jafnvel með þeim gleraugum er hvergi fjallað um samkynja pör í samhengi sögunnar. Þriðja Mósebók er safn fornra lagatexta musterisins, sem hefur ekki verið haldin í heiðri í Kristinni hefð. Jesús talaði gegn þeirri tegund lögmálshlýðni sem þar birtist og margar Biblíuútgáfur prenta texta bókarinnar með smækkuðu letri. Grunnhugmynd lagabálkanna er að koma á reglu og hreinsa til ógnandi óreiðu hvar sem hún birtist. Líkamsvessar eiga heima í líkamanum og því er kona með tíðir álitin ógn og holdsveikum er gert að yfirgefa samfélagið sökum óreiðunnar og óhreinindanna sem þeim fylgja. Jesús barðist hatrammlega gegn slíkri fordæmingu og starfaði meðal holdsveikra. Á tveimur stöðum er samkynja kynlíf fordæmt í ritinu og það er tengt við óreiðufulla siði nágrannaþjóða sem ógna reglu musterislaganna. Sú fordæming birtist í 3M 18.22 þar sem körlum er bannað að leggjast með körlum eins og konur væru og 3M 20.22 þar sem kallað er eftir lífláti þeirra sem þannig gera. Þessi vers hafa verið grafin upp með andúð í huga í riti sem að öðru leiti hefur verið hafnað af kristinni kirkju og verið notuð til að réttlæta óhugnað á hendur hinsegin fólki sem ætíð verður smánarblettur í kirkjusögunni. Loks eru bréf Páls postula lesin með fordæmingu í huga en Páll hefur þekkt pederastíu sem var algengt umfjöllunarefni í samtímaritum, ýmist af upphafningu eða fordæmingu. Páll notar hvergi þekkt hugtök yfir samkynja sambönd heldur fordæmir í upptalningu á framandi siðum útlendinga þá sem eru malakoi og arsenokoitai (1Kor 6.9-11). Malakos merkir bókstaflega mjúkur og sú mýkt brýtur í bága við karlmennskuhugsjón Páls og skírskotar til hégómagirndar viðkomandi. Seinna hugtakið, sem er hvergi þekkt utan pálsbréfa, merkir bókstaflega rúm-karl og vísar líklegast til karla sem stunduðu vændi. Í Rómverjabréfi fjallar Páll um það sem hann telur framandi og ónáttúrulegan átrúnað og ásakar Rómverja um skurðgoðadýrkun. Af þeim sökum hefur Guð ofurselt þá ,,svívirðilegum girndum”, konur hafa ,,breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn hafa framið skömm með karlmönnum” (Rm 1.26-7). Mök í þessu samhengi, chersin, merkir bókstaflega ‘að nota’ og er viljandi stillt upp sem andstæðu við nánd eða ástir. Dæmin sem Páll tiltekur eru hluti af rökleiðslu sem á að leiða til trúar og þó hér sé vissulega vísað til kynferðislegs athæfis fjallar textinn um andstæður trúar og skurðgoðadýrkunnar, sjálfstjórnar og losta. Andstætt lostafullri skurðgoðadýrkun útlendinga þá leiðir trú á Krist til réttlætingar af trú og sjálfstjórnar, sem var álitin æðsta dyggðin í Rómarveldi. Sú biblíutúlkun sem fordæmir samkynhneigð með vísan í trúarleg sannindi gerir það ekki á grundvelli umfjöllunar Biblíunnar um samkynhneigð, heldur eigin fordóma í garð hinsegin fólks. Talsmenn þeirra fordóma hafa leitað logandi ljósi að réttlætingu í ritningunni og slagorð þeirra hér á landi fengið úr Rómverjabréfi hefur verið: ,,Laun syndarinnar eru dauði.” Það er sannarlega rétt að trúarlegt ofbeldi í Jesú nafni hefur valdið gríðarlegri þjáningu og dauða í lífi hinsegin fólks en syndin er þeirra sem beita Biblíunni sem barefli. Jesús var harðorður í garð þeirra sem beita trúarlegu ofbeldi og fordæmdi lögmálshlýðni á kostnað fólks. Samkynhneigð leiðir til ástar, sambanda og hinsegin fjölskyldna og þeirra vegna þarf að kveða í kútinn þær raddir sem bera fyrir sig trúfrelsi til að berja á hinsegin fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir upplifa Biblíuna sem framandi bók sem virðist þjóna þeim tilgangi helstum að vera beitt sem barefli á þau sem falla utan við hið hefðbundna mót. Sú mynd er sannarlega skiljanleg í ljósi þess hversu oft hún er reidd til höggs gegn fólki í ýmsum tilgangi. Því fer þó fjarri að Biblían sé fyrst og fremst barefli, heldur er hún þvert á móti heillandi ritsafn sem hefur lagt grunninn að menningu okkar og samfélagi með ríkari hætti en flesta órar fyrir. Hinsegin fólki hefur sviðið undan barningi þeirra sem beita Biblíunni sem barefli og mætti af því álykta að samkynhneigð væri eitt af megin umfjöllunarefnum ritningarinnar. Svo er þó ekki en af um 30.000 versum Biblíunnar hafa sex ritningarstaðir verið mestmegnis notaðir gegn hinsegin fólki og enginn þeirra fjallar um samkynhneigð. Í Fyrstu Mósebók er að finna tvær frásagnir sem iðulega koma upp þegar samkynhneigð er fordæmd. Önnur þeirra er sagan af eyðingu borgarinnar Sódómu en svo útbreidd er sú hugmynd að þar sé fjallað um hinsegin fólk að borgarnafnið hefur á ensku orðið að heiti á samkynhneigð, með vísan í endaþarmsmök karla. Hin sláandi saga fjallar hinsvegar ekki um ástir heldur útlendingahatur en borgarmúgur hópnauðgar útlendingum sem voru í þeirra huga af hættulegu þjóðerni. Sú nauðgun hefur að markmiði lítillækkun útlendinganna og á ekkert skylt við ástir eða kynlíf. Víða er vísað til Sódómu í Biblíunni en þar er hvergi nefnd sú tenging við kynhneigð sem varð til innan kirkjunnar á 6. öld. Hin frásögnin er önnur sköpunarsagan, sem er þá lesin bókstaflega til að vísa í að Adam og Eva séu sköpuð hvort fyrir annað og útilokar þar með að samkynja pör geti verið það. Bókstafleg túlkun á sköpunarsögunum hefur í gegnum kirkjusöguna verið minnihlutatúlkun en jafnvel með þeim gleraugum er hvergi fjallað um samkynja pör í samhengi sögunnar. Þriðja Mósebók er safn fornra lagatexta musterisins, sem hefur ekki verið haldin í heiðri í Kristinni hefð. Jesús talaði gegn þeirri tegund lögmálshlýðni sem þar birtist og margar Biblíuútgáfur prenta texta bókarinnar með smækkuðu letri. Grunnhugmynd lagabálkanna er að koma á reglu og hreinsa til ógnandi óreiðu hvar sem hún birtist. Líkamsvessar eiga heima í líkamanum og því er kona með tíðir álitin ógn og holdsveikum er gert að yfirgefa samfélagið sökum óreiðunnar og óhreinindanna sem þeim fylgja. Jesús barðist hatrammlega gegn slíkri fordæmingu og starfaði meðal holdsveikra. Á tveimur stöðum er samkynja kynlíf fordæmt í ritinu og það er tengt við óreiðufulla siði nágrannaþjóða sem ógna reglu musterislaganna. Sú fordæming birtist í 3M 18.22 þar sem körlum er bannað að leggjast með körlum eins og konur væru og 3M 20.22 þar sem kallað er eftir lífláti þeirra sem þannig gera. Þessi vers hafa verið grafin upp með andúð í huga í riti sem að öðru leiti hefur verið hafnað af kristinni kirkju og verið notuð til að réttlæta óhugnað á hendur hinsegin fólki sem ætíð verður smánarblettur í kirkjusögunni. Loks eru bréf Páls postula lesin með fordæmingu í huga en Páll hefur þekkt pederastíu sem var algengt umfjöllunarefni í samtímaritum, ýmist af upphafningu eða fordæmingu. Páll notar hvergi þekkt hugtök yfir samkynja sambönd heldur fordæmir í upptalningu á framandi siðum útlendinga þá sem eru malakoi og arsenokoitai (1Kor 6.9-11). Malakos merkir bókstaflega mjúkur og sú mýkt brýtur í bága við karlmennskuhugsjón Páls og skírskotar til hégómagirndar viðkomandi. Seinna hugtakið, sem er hvergi þekkt utan pálsbréfa, merkir bókstaflega rúm-karl og vísar líklegast til karla sem stunduðu vændi. Í Rómverjabréfi fjallar Páll um það sem hann telur framandi og ónáttúrulegan átrúnað og ásakar Rómverja um skurðgoðadýrkun. Af þeim sökum hefur Guð ofurselt þá ,,svívirðilegum girndum”, konur hafa ,,breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn hafa framið skömm með karlmönnum” (Rm 1.26-7). Mök í þessu samhengi, chersin, merkir bókstaflega ‘að nota’ og er viljandi stillt upp sem andstæðu við nánd eða ástir. Dæmin sem Páll tiltekur eru hluti af rökleiðslu sem á að leiða til trúar og þó hér sé vissulega vísað til kynferðislegs athæfis fjallar textinn um andstæður trúar og skurðgoðadýrkunnar, sjálfstjórnar og losta. Andstætt lostafullri skurðgoðadýrkun útlendinga þá leiðir trú á Krist til réttlætingar af trú og sjálfstjórnar, sem var álitin æðsta dyggðin í Rómarveldi. Sú biblíutúlkun sem fordæmir samkynhneigð með vísan í trúarleg sannindi gerir það ekki á grundvelli umfjöllunar Biblíunnar um samkynhneigð, heldur eigin fordóma í garð hinsegin fólks. Talsmenn þeirra fordóma hafa leitað logandi ljósi að réttlætingu í ritningunni og slagorð þeirra hér á landi fengið úr Rómverjabréfi hefur verið: ,,Laun syndarinnar eru dauði.” Það er sannarlega rétt að trúarlegt ofbeldi í Jesú nafni hefur valdið gríðarlegri þjáningu og dauða í lífi hinsegin fólks en syndin er þeirra sem beita Biblíunni sem barefli. Jesús var harðorður í garð þeirra sem beita trúarlegu ofbeldi og fordæmdi lögmálshlýðni á kostnað fólks. Samkynhneigð leiðir til ástar, sambanda og hinsegin fjölskyldna og þeirra vegna þarf að kveða í kútinn þær raddir sem bera fyrir sig trúfrelsi til að berja á hinsegin fólki.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun