Reykjavík ekki aldursvæn borg enn Björgvin Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð vantar á það í dag,að staða og kjör eldri borgara í Reykjavík sé i það góðu lagi,að borgin geti talist aldursvæn borg. Reykjavíkurborg verður því að taka sig á í málefnum eldri borgara, ætli hún að ná þessu takmarki. Borgin þarf að bæta kjör eldri borgara. Borgin þarf að bæta stöðu aldraðra. Verst er ástandið varðandi rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Biðlistar eru mjög langir eftir slíku rými. Ástandið í heimahjúkrun er heldur ekki nógu gott. Sú starfsemi er stórlega undirmönnuð Borgin kippir að sér hendinni í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félagsstarfsemi fyrir eldri borgara. Borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þessum félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varðandi fjárveitingar til þessarar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borgarar hafa sjálfir orðið að borga leiðbeinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síðast um síðustu áramót.Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir peningar eru til, verða lágar upphæðir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum tilvikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráðamenn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjónustu við aldraða.Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavíkurborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borgin hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð vantar á það í dag,að staða og kjör eldri borgara í Reykjavík sé i það góðu lagi,að borgin geti talist aldursvæn borg. Reykjavíkurborg verður því að taka sig á í málefnum eldri borgara, ætli hún að ná þessu takmarki. Borgin þarf að bæta kjör eldri borgara. Borgin þarf að bæta stöðu aldraðra. Verst er ástandið varðandi rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Biðlistar eru mjög langir eftir slíku rými. Ástandið í heimahjúkrun er heldur ekki nógu gott. Sú starfsemi er stórlega undirmönnuð Borgin kippir að sér hendinni í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félagsstarfsemi fyrir eldri borgara. Borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þessum félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varðandi fjárveitingar til þessarar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borgarar hafa sjálfir orðið að borga leiðbeinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síðast um síðustu áramót.Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir peningar eru til, verða lágar upphæðir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum tilvikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráðamenn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjónustu við aldraða.Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavíkurborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borgin hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun