Katla ehf. tilkynnir í dag sölustöðvun og innköllun á Glassúr súkkulaði og Glassúr bleikur, merktum Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Katla hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Glassúr súkkulaði og Glassúr Bleikur, merktur Kötlu, vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds (eggjaduft).
Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir eggjadufti.
Viðskiptavinum, sem hafa verslað vöruna og eru viðkvæmir fyrir eggjadufti, er bent á að hægt er að skila henni til Kötlu, Kletthálsi 3, 110 Reykjavík, milli 8 og 16 alla virka daga.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
Vöruheiti. Glassúr súkkulaði
Strikanúmer: 5690591123100
Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar
Nettóþyngd: 100 ml
Framleiðandi: Katla
Framleiðsluland: Ísland
Dreifing: Allar helstu matvöruverslanir á landinu.
Vöruheiti. Glassúr bleikur
Strikanúmer: 5690591123117
Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar
Nettóþyngd: 100 ml
Framleiðandi: Katla
Framleiðsluland: Ísland
Dreifing: Allar helstu matvöruverslanir á landinu.
Innkalla glassúr
