Breytir 14 ára hakkari öryggisbúnaði bíla? Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 10:45 Nú þurfa bílaframleiðendur að hugsa sinn gang. Svo gæti farið að 14 ára gutti muni breyta mjög uppsetningu á öryggisbúnaði bíla þar sem honum reyndist auðvelt að brjóta sér leið í öryggiskerfi þeirra. Sá 14 ára var á meðal lítils hóps nemenda sem vann með verkfræðingum og öryggishönnuðum bílaframleiðanda og verkefni þeirra var að finna út hvort mögulegt væri að brjótast inní öryggiskerfi bílanna. Bílaframlæeiðendurnir vildu meina að það myndi taka minnst nokkrar vikur eða mánuði að undibúa slíka árás og ná árangri. Sá ungi fór hinsvegar útí Radio Shack og eyddi þar 15 dollurum í kaup á rafvörum, vakti síðan eina nótt við að setja um rafeindabúnaðinn og viti menn, það dugði honum til að komast að hjarta öryggiskerfanna. Öryggissérfræðingarnir og yfirmenn bílaframleiðenda orðu steini lostnir við árangur stráksins á svo skömmum tíma og hreinlega trúðu ekki að þetta væri hægt. Stráknum tókst að opna og loka hurðum bílanna, setja rúðuþurrkurnar í gang, setja bílana í gang að vild og gat látið aðalljósin á bílunum blikka í takt við tónlist úr iPhone tónhlöðu sinni. Hann hafði semsagt fullkomna stjórn á bílnum. Stjórnendur verkefnisins vilja hvorki gefa upp bílgerðir þeirra bíla sem hann gat gert þetta við, né nafn þess 14 ára. Þeir þurfa hinsvegar að setjast aftur að teikniborðinu og hanna annarskonar öryggiskerfi fyrir bíla sína þar sem 14 ára strákur lék sér að því á örstuttum tíma. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Svo gæti farið að 14 ára gutti muni breyta mjög uppsetningu á öryggisbúnaði bíla þar sem honum reyndist auðvelt að brjóta sér leið í öryggiskerfi þeirra. Sá 14 ára var á meðal lítils hóps nemenda sem vann með verkfræðingum og öryggishönnuðum bílaframleiðanda og verkefni þeirra var að finna út hvort mögulegt væri að brjótast inní öryggiskerfi bílanna. Bílaframlæeiðendurnir vildu meina að það myndi taka minnst nokkrar vikur eða mánuði að undibúa slíka árás og ná árangri. Sá ungi fór hinsvegar útí Radio Shack og eyddi þar 15 dollurum í kaup á rafvörum, vakti síðan eina nótt við að setja um rafeindabúnaðinn og viti menn, það dugði honum til að komast að hjarta öryggiskerfanna. Öryggissérfræðingarnir og yfirmenn bílaframleiðenda orðu steini lostnir við árangur stráksins á svo skömmum tíma og hreinlega trúðu ekki að þetta væri hægt. Stráknum tókst að opna og loka hurðum bílanna, setja rúðuþurrkurnar í gang, setja bílana í gang að vild og gat látið aðalljósin á bílunum blikka í takt við tónlist úr iPhone tónhlöðu sinni. Hann hafði semsagt fullkomna stjórn á bílnum. Stjórnendur verkefnisins vilja hvorki gefa upp bílgerðir þeirra bíla sem hann gat gert þetta við, né nafn þess 14 ára. Þeir þurfa hinsvegar að setjast aftur að teikniborðinu og hanna annarskonar öryggiskerfi fyrir bíla sína þar sem 14 ára strákur lék sér að því á örstuttum tíma.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent