Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 20:54 Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár aflaði og sendi Alþingi. Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. Marinó birti í dag þessa samantekt um gögnin sem Víglundur Þorsteinsson fyrrverandi eigandi BM Vallár sendi Alþingi fyrir helgi. Marinó, sem er staddur í Danmörku en ræddi við Stöð 2 í gegnum Skype, segir að aldrei hafi verið gefið upp í fyrstu á nákvæmlega hvaða afslætti lánasöfnin hafi verið færð inn í nýju bankana. Hins vegar hafi verið hægt að lesa þetta út úr skýrslum til kröfuhafa föllnu bankanna síðar. Hann segir að gögn Víglundar hafi aðallega staðfest það sem menn hafi vitað, eða talið sig vita, lengi. Hefðu verið mikil mistök að gefa út skuldabréf upp á meira en þúsund milljarða Marinó segir ekki hægt að fallast á með Víglundi að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafi farið gegn hagsmunum almennings með samningum við kröfuhafa sumarið 2009. Hafa verði hugfast að gengið hafi verið út frá því í byrjun, við gerð upphaflegra stofnefnahagsreikninga, að nýju bankarnir gæfu út skuldabréf upp á samtals 1150 milljarða króna til slitabúa föllnu bankanna. Þessi svimandi háu skuldabréf hafi átt að vera endurgjald fyrir eignirnar sem fluttar hafi verið yfir í nýju bankana. Með því að láta eignarhaldið á Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) til slitabúanna hafi verið fallið frá þessum áformum. „Ísland hefði aldrei staðið undir þessum 1.150 milljarða skuldabréfum, þessum 800 milljörðum til viðbótar því sem var í upphaflegu efnahagsreikningunum. Þau skuldabréf hefðu bara verið ávísun á mjög stíf gjaldeyrishöft til langs tíma. Þannig að ég held að menn hafi ekki verið vísvitandi að gera eitthvað sem var ekki gott enda hefur mín gagnrýni aldrei snúið að því að Steingrímur hafi ekki verið að standa sig heldur fremur að því að bankarnir hafi ekki skilað afslættinum til lánþega,“ segir Marinó. Krafa um hver eigi að njóta góðs af afslætti studd siðferðisrökum Að þessu leyti eru Víglundur og Marinó sammála, þ.e. varðandi það hverjir hafi átt að njóta góðs af afslættinum sem lánasöfnin hafi verið færð á. Hann fellst þó krafan um slíkt sé einkum byggð á siðferðislegum grunni enda eigi menn ekki lögvarða kröfu til afsláttar þótt lánasafn hafi verið selt með afslætti eins og algengt er í viðskiptalífinu.Það er engin lagaregla sem styður þetta því lánasöfn ganga reglulega kaupum og sölum? „Jú, þetta er fyrst og fremst siðferðislegt atriði. Ég er ekki að segja að bankarnir hafi ekki skilað þessu. Heldur, þeir þurfa að sýna hvernig þeir gerðu það. Leggja spilin á borðið.“ Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á liðnum árum sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum og betri heimtum af þeim. „Við höfum séð það að Landsbankinn á tímabilinu 2009-2012, þá skráði hann inn um 170 milljarða króna sem virðisaukningu á lánum. Þessi virðisaukning getur ekki hafa átt sér stað nema af því að afslátturinn var tekinn inn í hagnað bankans í stað þess að renna til lánþega. Ef bankarnir hefðu ekki gert þetta þá værum við að sjá banka með mun veikari eiginfjárstöðu en þeir eru með í dag.“ Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár aflaði og sendi Alþingi. Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. Marinó birti í dag þessa samantekt um gögnin sem Víglundur Þorsteinsson fyrrverandi eigandi BM Vallár sendi Alþingi fyrir helgi. Marinó, sem er staddur í Danmörku en ræddi við Stöð 2 í gegnum Skype, segir að aldrei hafi verið gefið upp í fyrstu á nákvæmlega hvaða afslætti lánasöfnin hafi verið færð inn í nýju bankana. Hins vegar hafi verið hægt að lesa þetta út úr skýrslum til kröfuhafa föllnu bankanna síðar. Hann segir að gögn Víglundar hafi aðallega staðfest það sem menn hafi vitað, eða talið sig vita, lengi. Hefðu verið mikil mistök að gefa út skuldabréf upp á meira en þúsund milljarða Marinó segir ekki hægt að fallast á með Víglundi að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafi farið gegn hagsmunum almennings með samningum við kröfuhafa sumarið 2009. Hafa verði hugfast að gengið hafi verið út frá því í byrjun, við gerð upphaflegra stofnefnahagsreikninga, að nýju bankarnir gæfu út skuldabréf upp á samtals 1150 milljarða króna til slitabúa föllnu bankanna. Þessi svimandi háu skuldabréf hafi átt að vera endurgjald fyrir eignirnar sem fluttar hafi verið yfir í nýju bankana. Með því að láta eignarhaldið á Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) til slitabúanna hafi verið fallið frá þessum áformum. „Ísland hefði aldrei staðið undir þessum 1.150 milljarða skuldabréfum, þessum 800 milljörðum til viðbótar því sem var í upphaflegu efnahagsreikningunum. Þau skuldabréf hefðu bara verið ávísun á mjög stíf gjaldeyrishöft til langs tíma. Þannig að ég held að menn hafi ekki verið vísvitandi að gera eitthvað sem var ekki gott enda hefur mín gagnrýni aldrei snúið að því að Steingrímur hafi ekki verið að standa sig heldur fremur að því að bankarnir hafi ekki skilað afslættinum til lánþega,“ segir Marinó. Krafa um hver eigi að njóta góðs af afslætti studd siðferðisrökum Að þessu leyti eru Víglundur og Marinó sammála, þ.e. varðandi það hverjir hafi átt að njóta góðs af afslættinum sem lánasöfnin hafi verið færð á. Hann fellst þó krafan um slíkt sé einkum byggð á siðferðislegum grunni enda eigi menn ekki lögvarða kröfu til afsláttar þótt lánasafn hafi verið selt með afslætti eins og algengt er í viðskiptalífinu.Það er engin lagaregla sem styður þetta því lánasöfn ganga reglulega kaupum og sölum? „Jú, þetta er fyrst og fremst siðferðislegt atriði. Ég er ekki að segja að bankarnir hafi ekki skilað þessu. Heldur, þeir þurfa að sýna hvernig þeir gerðu það. Leggja spilin á borðið.“ Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á liðnum árum sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum og betri heimtum af þeim. „Við höfum séð það að Landsbankinn á tímabilinu 2009-2012, þá skráði hann inn um 170 milljarða króna sem virðisaukningu á lánum. Þessi virðisaukning getur ekki hafa átt sér stað nema af því að afslátturinn var tekinn inn í hagnað bankans í stað þess að renna til lánþega. Ef bankarnir hefðu ekki gert þetta þá værum við að sjá banka með mun veikari eiginfjárstöðu en þeir eru með í dag.“
Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira