Næsti Prius PHEV með 55 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 09:56 Toyota Prius PHEV Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent
Toyota mun kynna næstu kynslóð Prius PHEV bíls síns í lok þessa árs og heyrst hefur að drægni hans eingöngu á rafmagni muni þrefaldast milli kynslóða. Núverandi Prius Plug-In-Hybrid kemst ekki nema um 18 km en sá nýi á að vera fær um að fara fyrstu 55 kílómetrana á rafmagni. Með þessu slær Prius út bíla eins og Ford C-Max Energie og PHEV bíla Hyundai og Kia í drægni á rafmagninu einu, en þó ekki Chevrolet Volt sem kemst sínu lengra. Sala á Toyota Prius PHEV á fyrri helmingi ársins er aðeins þriðjungur af sölunni í fyrra í Bandaríkjunum, en Toyota hefur aðeins selt 2.890 bíla, en seldi 9.300 slíka bíla í fyrra. Vonandi á mikil drægni nýs Prius PHEV eftir að breyta því á næsta ári. Sala tvíorkubíla í bandaríkjunum hefur verið mjög dræm síðan bensínverð lækkaði mikið á síðasta ári og að auki virðast Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir til kaupa á umhverfismildum bílum, með þeirri undantekningu þó að íbúar Kaliforníufylkis eru ekki sama sinnis.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent