Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júlí 2015 09:43 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatta en skattakóngur síðasta árs. Útgerðarmaðurinn Þórður Rafn Sigurðsson greiddi mest í skatt á síðasta ári og hlýtur því titilinn Skattakóngur ársins 2015. Hann greiddi alls 671.565.763 krónur en það er ríflega tvöfalt meira en sá sem greiddi næstmest. Það var Þorsteinn Sigurðsson en hann greiddi 304.633.336 krónur. Síðast var Jón Árni Ágústsson skattakóngur en hann greiddi tæpar 412 milljónir í opinber gjöld. Þórður Rafn átti útgerðarfélagið Dala-Rafn í Vestmannaeyjum en hann hagnaðist af sölu þess er það sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja. Þorsteinn Sigurðsson, sá sem greiddi næst mest, er bróðir eiginmanns Guðrúnar Lárusdóttur, oft kennd við Stálskip, en félagið var selt í upphafi síðasta árs. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er í þriðja sæti en á hæla hans fylgja Gunnar Torfason útgerðarmaður í Bolungarvík og Davíð Freyr Albertsson tengdur SMI ehf. en félagið seldi fyrir ekki svo löngu bygginguna að Smáratorgi og Glerártorg á Akureyri. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, einn stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja, er fyrsta konan á listanum en hún er í 8. sæti. Alls eru þrjár konur á topp tuttugu en það eru María Vigdís Ólafsdóttir og nafna hennar María Rúnarsdóttir. Sú síðarnefnda tengist fyrirtækjunum Mint Solutions og Arctica en sú fyrrnefnda hagnaðist á sölu útgerðarfélagsins Gullbergs á Seyðisfirði. Á listanum má einnig finna Samherjatvíeykið Kristján Vilhelmsson, 10. sæti, og Þorstein Má Baldvinsson í því sautjánda. Bert Martin Hansen hagnaðist á sölu Ís-Am og neðstur á listanum er Færeyringurinn Jákup Napoleon Purkhús sem sér um Rúmfatalagerinn. Álagningarseðlar voru gerðir opinberir nú í dag og verða það næstu tvær vikur eða til 7. ágúst. Á skattgrunnskrá 2015 voru 271.806 framteljendur. Er það fjölgun um 3.355 einstaklinga frá fyrra ári sem er 1,1% fjölgun. Að þessu sinni voru það 10.990 einstaklingar sem ekki skiluðu skattframtali og sættu áætlun opinberra gjalda eða 4,04% af heildarfjölda. Eru það talsvert færri en undanfarin ár og hafa aldrei jafn fáir sætt áætlun skattstofna. Framtalsskil hafa því batnað mikið á síðustu árum.Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að Þorsteinn Sigurðsson væri sonur Guðrúnar Lárusdóttur. Það er rangt. Hann er bróðir eiginmanns hennar. Það leiðréttist hér með.Þórður Rafn Sigurðsson - Vestmannaeyjar - 671.565.763 kr. Þorsteinn Sigurðsson - Hafnarfjörður - 304.633.336 kr.Kári Stefánsson - Reykjavík - 277.499.661 kr.Gunnar Torfason - Reykjavík - 180.939.049 kr.Davíð Freyr Albertsson - Kópavogur - 173.206.913 kr. Bert Martin Hanson - Reykjavík - 140.284.145 kr.Jón Guðmann Pétursson - Kópavogur - 136.371.742 kr.Guðbjörg M. Matthíasdóttir - Vestmannaeyjar - 127.296.164 kr.Árni Harðarsson - Reykjavík - 121.618.964 kr.Kristján V. Vilhelmsson - Akureyri - 110.473.857 kr.Stefán Hrafnkelsson - Reykjavík - 103.185.589 kr.Adolf Guðmundsson - Seyðisfjörður - 102.093.894 kr.Grímur Karl Sæmundsen - Reykjavík - 96.753.634 kr.Guðjón Harðarsson - Seyðisfjörður - 96.516.183 kr.María Vigdís Ólafsdóttir - Seyðisfjörður - 94.486.876 kr.Patrick Maurice Franzois Sulem - Reykjavík - 92.690.395 kr.Þorsteinn Már Baldvinsson - Akureyri - 92.393.574 kr. María Rúnarsdóttir - Kópavogur - 91.786.379 kr.Gunnar Guðmundsson - Reykjavík - 82.125.263 kr.Jákup Napeleon Purkhús - Reykjavík - 76.501.686 kr. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Magnús Kristinsson skattakóngur Íslands Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur en hann greiddi 189 milljónir í skatt. Á eftir honum kemur Kristján V. Vilhelmsson, einn eiganda Samherja á Akureyri, með 152 milljónir og svo Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Eyjum og stór hluthafi í Morgunblaðinu, með 135 milljónir. 25. júlí 2013 10:08 Hver er Jón Árni Ágústsson skattakóngur 2014? Jón Árni greiddi 412 milljónir í skatt. 25. júlí 2014 10:00 Skattakóngur greiddi 412 milljónir 26. júlí 2014 11:59 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Útgerðarmaðurinn Þórður Rafn Sigurðsson greiddi mest í skatt á síðasta ári og hlýtur því titilinn Skattakóngur ársins 2015. Hann greiddi alls 671.565.763 krónur en það er ríflega tvöfalt meira en sá sem greiddi næstmest. Það var Þorsteinn Sigurðsson en hann greiddi 304.633.336 krónur. Síðast var Jón Árni Ágústsson skattakóngur en hann greiddi tæpar 412 milljónir í opinber gjöld. Þórður Rafn átti útgerðarfélagið Dala-Rafn í Vestmannaeyjum en hann hagnaðist af sölu þess er það sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja. Þorsteinn Sigurðsson, sá sem greiddi næst mest, er bróðir eiginmanns Guðrúnar Lárusdóttur, oft kennd við Stálskip, en félagið var selt í upphafi síðasta árs. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er í þriðja sæti en á hæla hans fylgja Gunnar Torfason útgerðarmaður í Bolungarvík og Davíð Freyr Albertsson tengdur SMI ehf. en félagið seldi fyrir ekki svo löngu bygginguna að Smáratorgi og Glerártorg á Akureyri. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, einn stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja, er fyrsta konan á listanum en hún er í 8. sæti. Alls eru þrjár konur á topp tuttugu en það eru María Vigdís Ólafsdóttir og nafna hennar María Rúnarsdóttir. Sú síðarnefnda tengist fyrirtækjunum Mint Solutions og Arctica en sú fyrrnefnda hagnaðist á sölu útgerðarfélagsins Gullbergs á Seyðisfirði. Á listanum má einnig finna Samherjatvíeykið Kristján Vilhelmsson, 10. sæti, og Þorstein Má Baldvinsson í því sautjánda. Bert Martin Hansen hagnaðist á sölu Ís-Am og neðstur á listanum er Færeyringurinn Jákup Napoleon Purkhús sem sér um Rúmfatalagerinn. Álagningarseðlar voru gerðir opinberir nú í dag og verða það næstu tvær vikur eða til 7. ágúst. Á skattgrunnskrá 2015 voru 271.806 framteljendur. Er það fjölgun um 3.355 einstaklinga frá fyrra ári sem er 1,1% fjölgun. Að þessu sinni voru það 10.990 einstaklingar sem ekki skiluðu skattframtali og sættu áætlun opinberra gjalda eða 4,04% af heildarfjölda. Eru það talsvert færri en undanfarin ár og hafa aldrei jafn fáir sætt áætlun skattstofna. Framtalsskil hafa því batnað mikið á síðustu árum.Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að Þorsteinn Sigurðsson væri sonur Guðrúnar Lárusdóttur. Það er rangt. Hann er bróðir eiginmanns hennar. Það leiðréttist hér með.Þórður Rafn Sigurðsson - Vestmannaeyjar - 671.565.763 kr. Þorsteinn Sigurðsson - Hafnarfjörður - 304.633.336 kr.Kári Stefánsson - Reykjavík - 277.499.661 kr.Gunnar Torfason - Reykjavík - 180.939.049 kr.Davíð Freyr Albertsson - Kópavogur - 173.206.913 kr. Bert Martin Hanson - Reykjavík - 140.284.145 kr.Jón Guðmann Pétursson - Kópavogur - 136.371.742 kr.Guðbjörg M. Matthíasdóttir - Vestmannaeyjar - 127.296.164 kr.Árni Harðarsson - Reykjavík - 121.618.964 kr.Kristján V. Vilhelmsson - Akureyri - 110.473.857 kr.Stefán Hrafnkelsson - Reykjavík - 103.185.589 kr.Adolf Guðmundsson - Seyðisfjörður - 102.093.894 kr.Grímur Karl Sæmundsen - Reykjavík - 96.753.634 kr.Guðjón Harðarsson - Seyðisfjörður - 96.516.183 kr.María Vigdís Ólafsdóttir - Seyðisfjörður - 94.486.876 kr.Patrick Maurice Franzois Sulem - Reykjavík - 92.690.395 kr.Þorsteinn Már Baldvinsson - Akureyri - 92.393.574 kr. María Rúnarsdóttir - Kópavogur - 91.786.379 kr.Gunnar Guðmundsson - Reykjavík - 82.125.263 kr.Jákup Napeleon Purkhús - Reykjavík - 76.501.686 kr.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Magnús Kristinsson skattakóngur Íslands Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur en hann greiddi 189 milljónir í skatt. Á eftir honum kemur Kristján V. Vilhelmsson, einn eiganda Samherja á Akureyri, með 152 milljónir og svo Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Eyjum og stór hluthafi í Morgunblaðinu, með 135 milljónir. 25. júlí 2013 10:08 Hver er Jón Árni Ágústsson skattakóngur 2014? Jón Árni greiddi 412 milljónir í skatt. 25. júlí 2014 10:00 Skattakóngur greiddi 412 milljónir 26. júlí 2014 11:59 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Magnús Kristinsson skattakóngur Íslands Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur en hann greiddi 189 milljónir í skatt. Á eftir honum kemur Kristján V. Vilhelmsson, einn eiganda Samherja á Akureyri, með 152 milljónir og svo Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Eyjum og stór hluthafi í Morgunblaðinu, með 135 milljónir. 25. júlí 2013 10:08
Hver er Jón Árni Ágústsson skattakóngur 2014? Jón Árni greiddi 412 milljónir í skatt. 25. júlí 2014 10:00