Bankastjóri segir Hörpureitinn mjög hagkvæman fyrir Landsbankann Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 12:00 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja vera í nálægð við samkeppnisaðila á fjármálamarkaði og viðskiptavini í miðborginni. vísir Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson. Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir bankann vilja hafa höfuðstöðvar sínar í miðborginni í framtíðinni eins og flestar aðrar fjármálastofnanir. Lóðin á Hörpureitnum hafi fengist fyrir mjög gott verð og að auki fylgi henni hundruð milljóna sparnaður með samnýtingu bílastæða neðanjarðar.Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans að bygging nýrra höfuðstöðva bankans á Hörpureitnum yrði bankanum hagkvæm. En bankinn er nú á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Með nýjum höfuðstöðvum gæti bankinn selt eignir og sparað í leigu, þannig að rekstrarreikningur bankans myndi batna um 700 milljónir króna á ári og höfuðstöðvarnar borga sig á um tíu árum.Þannig að þetta ætti ekki að koma niður á þeim gjöldum sem viðskiptavinir eru að greiða? Þið gætuð ekki lækkað þau ef þið færuð ekki í þessar framkvæmdir og greitt ríkinu kannski meira í arð?„Nei það er akkúrat öfugt. Í dag erum við að sóa. Við erum að eyða óþarflega miklu getum við sagt og þarna náum við fram sparnaði. Við þurfum að fara í smá fjárfestingu. Hún borgar sig hratt til baka. Þannig að þetta verður sannarlega betri rekstrarniðurstaða í bankanum en er fyrir,“ segir Steinþór. Þá fékk Landsbankinn lóðina á mjög hagstæðu verði eða 58 þúsund krónur fermetrann að meðtöldum gatnagerðargjöldum sem eru um 19 þúsund krónur á fermetra. „Við fengum þetta á mjög góðu verði. En þetta er verðmæt lóð og hugsanlega eru einhverjir til að borga meira fyrir hana. Þegar þetta var auglýst fyrir ekki svo löngu og selt var ekki mikil eftirspurn. Við höfum legið yfir þessu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé eðlilegt fyrir bankann að staðsetja sig þar sem önnur fjármálastarfsemi er í landinu,“ segir Steinþór. En það svæði afmarkist af Kvosinni, upp í Skólavörðuholtið og inn eftir Borgartúni og Kirkjusandi. „Og við viljum vera á þessum stað. Vera sýnileg og að viðskiptavinir geti þá nálgast okkur þegar þeir eru að nálgast aðra keppinauta og banka. Meginhluti tekna bankans koma frá miðlægri starfsemi. Þannig að það er ekki eins og öll viðskiptastarfsemi eigi sér bara stað í útibúum. Því fer fjarri,“ segir Steinþór. En almenn bankaafgreiðsla mun þó verða á jarðhæð nýju höfuðstöðvanna og um 2.500 fermetrar leigðir út til annarra aðila. Steinþór segir einnig hafa spilað inn í að á Hörpureitnum fylgi bílastæði neðanjarðar en sá liður geti reynst mjög dýr. „Á þessu svæði myndir þú þurfa að byggja eitthvað fyrri bíla. Hvert stæði hleypur á milljónum. Með því að spara nokkur hundruð bílastæði hleypur þetta strax á nokkur hundruð milljónum í sparnaði í byggingu. Það kemur svo á móti verðmætri lóð og gott betur. Þannig að fjármáladæmið var hagkvæmast hér (á Hörpureitnum). Samnýta bílastæðin hér með Hörpu, sameiginlegar innkomur og fleira. Það er mikill ávinningur í því,“ segir Steiþór Pálsson.
Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira