Rafmagnsbíll 1,779 sekúndur í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 16:42 Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent
Sérsmíðaður rafmagnsbíll setti í vikunni heimsmet í hraðakstri að 100 km hraða og náði tímanum 1,779 sekúndur. Til að heimsmetið sé skráð þurfti bíllinn að aka í báðar áttir og millitími hans gildir sem heimsmet. Afar fáir bílar komast í 100 km hraða undir 3 sekúndum og því er þessi tíma þess merkilegri. Bíllinn var smíðaður í Stuttgart í Þýskalandi og er hann með 6,62 kWh rafhlöður og vegur aðeins 160 kíló og er því agnarsmár. Rafmagnsbíllinn var smíðaður af nemendum við háskólann í Stuttgart. Afl hans per kíló er minna en í Koenigsegg One:1 og Formúlu 1 bílum en meira en í Bugatti Veyron. Þar sem hann er aðeins með drifi á afturöxlinum er hreint magnað hve tími hans er góður, en þekkt er að rafmagnsbílar hafa afar góða upptöku þar sem allt afl þeirra kemur til kastanna við upptak. Sjá má metsláttinn í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent