Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2015 20:54 vísir/eva björk/pjetur Ísland gerði jafntefli við Frakkland, í þriðja leik liðsins á HM 2015 í Katar í kvöld. Strákarnir okkar voru nálægt því að vinna leikinn en nýttu ekki síðustu sóknina. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Var frábær í fyrri hálfleik og varði þar tíu af fjórtán skotum sínum í leiknum. Datt niður í seinni hálfleik, en fyrir mótið sagði ég að þetta yrði hans mót. Varði tvo bolta undir lokin sem voru mjög mikilvægir.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Fyrirliðinn sýndi frábæra baráttu; skoraði ekki mikið en var öruggur á vítalínunni og dreif liðið áfram með útgeislun.Aron Pálmarsson - 5 Frábær leikur hjá stráknum. Virðist vera með augu í hnakkanum. Virkaði þreyttur undir lokin og skal engan undra. Gullmoli. Fimm mörk úr ellefu skotum segja ekki alla söguna, gaf níu stoðsendingar.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Frábær dagur hjá leikstjórnandanum. Hélt ró sinni allan leikinn og náði að stjórna hraða leiksins og skoraði mikilvæg mörk.Alexander Petersson - 4 Spilaði varnarleikinn frábærlega; sá besti hjá honum í keppnini. Á mikið inni sóknarlega. Fjögur mörk úr tólf skotum. Hann sjálfur getur ekki verið ánægður með það.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Lék frábærlega og sýndi sitt rétta andlit. Einn besti leikmaður Ísland á EM í Danmörku er mættur til leiks í Katar. Til hamingju með það. Virkilega sterkur í vörninni í dag og skilaði sínu í sókninni hnökralítið.Róbert Gunnarsson - 4 Nýtir færin sín mjög vel. virkar í mjög góðu formi og hefur sjaldan verið betri. Enn og aftur þarf að passa blokkina inn á línu svo ekki sé dæmt sóknarbrot.Sverre Andreas Jakobsson - 4 Gamli maðurinn barðist grimmilega í leiknum. Hans besti leikur í keppninni. Vissulega er farið að hægjast á verkfræðingnum frá Akureyri en hann náði líka að miðla af reynslu sinni til hinna varnarmannanna.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Hans besti leikur í keppninni. Var ótrúlega klókur í sinni varnarvinnu og er lítið að láta reka sig út af fyrir óþarfa brot.Stefán Rafn Sigurmannsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Atlason - 3 Skilaði sinni varnarvinnu ágætlega og var afar mikilvægur undir lok leiksins þegar Aron var farinn að þreytast. Á mikið inni í sókninni.Sigurbergur Sveinsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Var hluti af sterkri liðsheild. Ákafur leikmaður sem fær nú tækifæri á stóra sviðinu. Hann verður að nýta færin sín betur.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Skilaði sínu ágætlega. Á meira inni. Athyglisvert er, að hann hafi komið heim, spilað með Val og virkar í betra standi en oftast áður.Vignir Svavarsson - 3 Ótrúlega duglegur og fer langt á viljanum. Mikilvægur liðinu en lætur reka sig út af fyrir klaufaleg brot. Það getur verið stórhættulegt eins og sást í dag. Bestu liðin nýta yfirtöluna svo vel.Aron Rafn Eðvarðsson - Kom inn á til að reyna að verja eitt víti. Dugar ekki til að fá einkunn.Aron Kristjánsson - 4 Þjálfarinn stýrði liðinu af mikilli festu. Reyndi að nýta þá krafta sem hann hefur til staðar. Kannski að skiptingarnar í fyrri hálfleik í stöðunni í 12-9 hafi komið aðeins of fljótt. Annars traust frammistaða þjálfarans.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Frakkland, í þriðja leik liðsins á HM 2015 í Katar í kvöld. Strákarnir okkar voru nálægt því að vinna leikinn en nýttu ekki síðustu sóknina. Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Var frábær í fyrri hálfleik og varði þar tíu af fjórtán skotum sínum í leiknum. Datt niður í seinni hálfleik, en fyrir mótið sagði ég að þetta yrði hans mót. Varði tvo bolta undir lokin sem voru mjög mikilvægir.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Fyrirliðinn sýndi frábæra baráttu; skoraði ekki mikið en var öruggur á vítalínunni og dreif liðið áfram með útgeislun.Aron Pálmarsson - 5 Frábær leikur hjá stráknum. Virðist vera með augu í hnakkanum. Virkaði þreyttur undir lokin og skal engan undra. Gullmoli. Fimm mörk úr ellefu skotum segja ekki alla söguna, gaf níu stoðsendingar.Snorri Steinn Guðjónsson - 5 Frábær dagur hjá leikstjórnandanum. Hélt ró sinni allan leikinn og náði að stjórna hraða leiksins og skoraði mikilvæg mörk.Alexander Petersson - 4 Spilaði varnarleikinn frábærlega; sá besti hjá honum í keppnini. Á mikið inni sóknarlega. Fjögur mörk úr tólf skotum. Hann sjálfur getur ekki verið ánægður með það.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 5 Lék frábærlega og sýndi sitt rétta andlit. Einn besti leikmaður Ísland á EM í Danmörku er mættur til leiks í Katar. Til hamingju með það. Virkilega sterkur í vörninni í dag og skilaði sínu í sókninni hnökralítið.Róbert Gunnarsson - 4 Nýtir færin sín mjög vel. virkar í mjög góðu formi og hefur sjaldan verið betri. Enn og aftur þarf að passa blokkina inn á línu svo ekki sé dæmt sóknarbrot.Sverre Andreas Jakobsson - 4 Gamli maðurinn barðist grimmilega í leiknum. Hans besti leikur í keppninni. Vissulega er farið að hægjast á verkfræðingnum frá Akureyri en hann náði líka að miðla af reynslu sinni til hinna varnarmannanna.Bjarki Már Gunnarsson - 4 Hans besti leikur í keppninni. Var ótrúlega klókur í sinni varnarvinnu og er lítið að láta reka sig út af fyrir óþarfa brot.Stefán Rafn Sigurmannsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Atlason - 3 Skilaði sinni varnarvinnu ágætlega og var afar mikilvægur undir lok leiksins þegar Aron var farinn að þreytast. Á mikið inni í sókninni.Sigurbergur Sveinsson - Kom ekkert við sögu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Var hluti af sterkri liðsheild. Ákafur leikmaður sem fær nú tækifæri á stóra sviðinu. Hann verður að nýta færin sín betur.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Skilaði sínu ágætlega. Á meira inni. Athyglisvert er, að hann hafi komið heim, spilað með Val og virkar í betra standi en oftast áður.Vignir Svavarsson - 3 Ótrúlega duglegur og fer langt á viljanum. Mikilvægur liðinu en lætur reka sig út af fyrir klaufaleg brot. Það getur verið stórhættulegt eins og sást í dag. Bestu liðin nýta yfirtöluna svo vel.Aron Rafn Eðvarðsson - Kom inn á til að reyna að verja eitt víti. Dugar ekki til að fá einkunn.Aron Kristjánsson - 4 Þjálfarinn stýrði liðinu af mikilli festu. Reyndi að nýta þá krafta sem hann hefur til staðar. Kannski að skiptingarnar í fyrri hálfleik í stöðunni í 12-9 hafi komið aðeins of fljótt. Annars traust frammistaða þjálfarans.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34
Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11
Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01
Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18