Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 08:45 Róbert Gunnarsson. Vísir/Eva Björk Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. Óvíst er með þátttöku þess fimmta því Daniel Narcisse er búinn að vera meiddur og hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjunum. Markvörðurinn, Thierry Omeyer, skytturnar Xavier Barachet og William Accambray og hornamaðurinn Samuel Honrubia eru allir samherjar Róberts hjá Paris Handball. „Okkur hefur yfirleitt gengið erfiðlega með Frakka en höfum unnið þá. Það er ljóst að við þurfum að eiga frábæran dag til að geta strítt þeim og unnið þá," sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson. Róbert ber Frökkum vel söguna. „Þetta eru frábærir strákar, jarðbundnir og engar stjörnur og vilja eiginlega allt fyrir alla gera. Það kom mér mikið á óvart hvað þeir voru almennilegir. Við tölum mikið um það hjónin að okkur finnst við liggja miklu nær Frökkunum en Þjóðverjunum í hugsunarhætti. Þeir eru kannski aðeins blóðheitari en mjög almennilegir," segir Róbert.Eru Frakkarnir ennþá eins sterkir og þeir hafa verið? „Það héldu allir að þeir væru á niðurleið en þeir hafa náð að endurnýja liðið og haldið gömlu jöxlunum inni og þeir eru alltaf seigir þegar á reynir og gætu átt gott mót núna," segir Róbert.Veikir það franska liðið að spila án Daniels Narcisse og Luc Abalo? „Vissulega veikir það Frakka en þeir eru vel staddir með aðra en ég held að Narcisse komi inn þegar líður á mótið. Þá er hann ferskur á meðan eitthvað er farið af tanknum hjá hinum leikmönnunum," segir Róbert. „Við þurfum að hætta að vera sjálfum okkur verstir og þurfum að fara að byrja leikina þegar dómararnir flauta. Við þurfum að passa að missa þá ekki frá okkur í byrjun þá er við ramman reip að draga. Við þurfum að helst að leiða leikinn og stýra honum, þá er allt hægt," segir Róbert. „Ég hlakka til að spila þennan leik því það er alltaf gaman að spila við mótherja þar sem maður hefur sjálfur spilað. Það er gaman að spila á móti Dönum, Þjóðverjum og núna Frökkunum. Maður vill alltaf sýna hvað maður getur en við erum á HM og það eru allir leikir skemmtilegir," segir Róbert að lokum en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira