Vill gera samkynhneigða réttdræpa Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Það er í höndum dómsmálaráðherra Kaliforníufylkis, Kamala Harris, að móta tillöguna JUSTIN SULLIVAN/AFP Kaliforníubúar gætu á næstunni þurft að taka afstöðu til þess hvort samkynhneigðir eigi að vera gerðir réttdræpir í þjóðaratkvæðagreiðslu í fylkinu. Lögfræðingurinn Matt McLaughlin lagði inn tillöguna fyrir fylkisþing Kaliforníu í febrúar í þeim tilgangi að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Í Kaliforníu eru til staðar lög um frumkvæðisrétt borgara til að leggja málefni í almenna atkvæðagreiðslu. Tillagan sem kallast „lög um bælingu kynvillinga“ kveður á um að kynferðislegt samneyti einstaklinga af sama kyni sé óskapnaður að mati hins almáttuga guðs og að samkynhneigða einstaklinga beri að drepa með byssuskoti í hausinn eða með öðrum „viðeigandi“ hætti. Tillagan hefur vakið upp miklar deilur í Kaliforníu um hve langt tjáningarfrelsið getur gengið. Hópur LGBT þingmanna í fylkisþingi Kaliforníu hafa ritað lögmannafélagi Kaliforníu bréf þar sem krafist er að hæfni McLaughlin til að starfa sem lögfræðingur verði könnuð. 4600 Kaliforníubúar hafa einnig skrifað undir áskorun þess efnis að lögmannsréttindi McLaughlin verði afturkölluð. Gagnrýnendur tillögunnar hafa lýst því yfir að frumkvæðisréttur íbúa fylkisins kunni að vera of frjálslyndur. Fjölmiðlaráðgjafinn Carol Dahmen fer fyrir undirskriftarsöfnuninni gegn McLaughlin. Hún segir að þessi tillaga sé ólík öllum öðrum tillögum sem farið hafa í atkvæðagreiðslu í Kaliforníu en ásamt því að vilja afturkalla lögmannsréttindi McLaughlin er hún einnig að vekja athygli á því að endurbæta mætti kosningakerfið. „Þetta er áhugaverð umræða um mörk tjáningarfrelsisins,“ segir hún í samtali við The Sacramento Bee. „En hér er um að ræða lögfræðing, sem hvetur til manndrápa,“ segir hún. Þrátt fyrir mikla andúð á tillögu McLaughlin mun hún að öllum líkindum komast á það stig að henni þarf að afla nægra undirskrifta til stuðnings áður en hún kemst í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal íbúa fylkisins. Auk þess er það í höndum dómsmálaráðherra Kaliforníufylkis, Kamala Harris, að útfæra hvernig tillagan mun líta út á atkvæðaseðli áður en hún geti farið til atkvæðagreiðslu. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Kaliforníubúar gætu á næstunni þurft að taka afstöðu til þess hvort samkynhneigðir eigi að vera gerðir réttdræpir í þjóðaratkvæðagreiðslu í fylkinu. Lögfræðingurinn Matt McLaughlin lagði inn tillöguna fyrir fylkisþing Kaliforníu í febrúar í þeim tilgangi að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Í Kaliforníu eru til staðar lög um frumkvæðisrétt borgara til að leggja málefni í almenna atkvæðagreiðslu. Tillagan sem kallast „lög um bælingu kynvillinga“ kveður á um að kynferðislegt samneyti einstaklinga af sama kyni sé óskapnaður að mati hins almáttuga guðs og að samkynhneigða einstaklinga beri að drepa með byssuskoti í hausinn eða með öðrum „viðeigandi“ hætti. Tillagan hefur vakið upp miklar deilur í Kaliforníu um hve langt tjáningarfrelsið getur gengið. Hópur LGBT þingmanna í fylkisþingi Kaliforníu hafa ritað lögmannafélagi Kaliforníu bréf þar sem krafist er að hæfni McLaughlin til að starfa sem lögfræðingur verði könnuð. 4600 Kaliforníubúar hafa einnig skrifað undir áskorun þess efnis að lögmannsréttindi McLaughlin verði afturkölluð. Gagnrýnendur tillögunnar hafa lýst því yfir að frumkvæðisréttur íbúa fylkisins kunni að vera of frjálslyndur. Fjölmiðlaráðgjafinn Carol Dahmen fer fyrir undirskriftarsöfnuninni gegn McLaughlin. Hún segir að þessi tillaga sé ólík öllum öðrum tillögum sem farið hafa í atkvæðagreiðslu í Kaliforníu en ásamt því að vilja afturkalla lögmannsréttindi McLaughlin er hún einnig að vekja athygli á því að endurbæta mætti kosningakerfið. „Þetta er áhugaverð umræða um mörk tjáningarfrelsisins,“ segir hún í samtali við The Sacramento Bee. „En hér er um að ræða lögfræðing, sem hvetur til manndrápa,“ segir hún. Þrátt fyrir mikla andúð á tillögu McLaughlin mun hún að öllum líkindum komast á það stig að henni þarf að afla nægra undirskrifta til stuðnings áður en hún kemst í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal íbúa fylkisins. Auk þess er það í höndum dómsmálaráðherra Kaliforníufylkis, Kamala Harris, að útfæra hvernig tillagan mun líta út á atkvæðaseðli áður en hún geti farið til atkvæðagreiðslu.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira