Viðskipti innlent

Vilja að haldið sé betur utan um 61 milljarðs króna kostnað

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ríkisendurskoðun segir mikinn misbrest á að ráðuneyti og stofnanir fari eftir leiðbeiningum um hvernig standa skuli að undirbúningi, gerð og eftirliti með samningum.
Ríkisendurskoðun segir mikinn misbrest á að ráðuneyti og stofnanir fari eftir leiðbeiningum um hvernig standa skuli að undirbúningi, gerð og eftirliti með samningum. Fréttablaðið/Pjetur
Áætlaður kostnaður ríkisins vegna tæplega 500 virkra langtímasamninga við aðila utan ríkisins á síðasta ári nemur 61 milljarði króna, að því er fram kemur í nýju áliti Ríkisendurskoðunar. Er þá horft til samninga til lengri tíma en eins árs og þar sem greiðslur nemar þremur milljónum króna eða meira á ári hverju.Fram kemur í álitinu að Ríkisendurskoðun telji að bæta þurfi skráningu og utanumhald samninga sem ráðuneyti og stofnanir gera við aðila utan ríkisins. Yfirlit um slíka samninga sem birt sé í fjárlagafrumvarpi ár hvert sé ófullkomið.Þá þurfi að samræma betur upplýsingar milli ráðuneyta og tryggja að yfirlit sé tæmandi auk þess sem endurskoða þurfi reglurnar sem um samningana gilda og efla eftirlit með framkvæmd þeirra.Af þeim samningum sem undir eru tilheyrði 161 velferðarráðuneyti, 127 mennta- og menningarmálaráðuneyti, 52 utanríkisráðuneyti og 40 atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. „Samningar annarra ráðuneyta voru á bilinu 16 til 34,“ segir í umfjöllun Ríkisendurskoðunar.Bent er á að af þessum 500 samningum hafi 36 verið útrunnir árið 2014 en engu að síður hafi verið starfað samkvæmt þeim. „Áætlaður kostnaður þeirra nam um 5,5 milljörðum króna.“

Tengd skjöl


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,77
18
654.460
VIS
1,62
15
256.765
SYN
1,21
6
15.650
REITIR
0,83
8
71.159
SIMINN
0,65
4
127.431

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,09
4
148.355
TM
-1,96
6
144.833
ICESEA
-1,12
3
19.596
REGINN
-1,06
3
134.733
SKEL
-1,04
11
253.157
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.