Enski boltinn

Touré: Launin halda mér ekki hjá City

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Yaya Touré gæti verið á förum í sumar.
Yaya Touré gæti verið á förum í sumar. vísir/getty
Yaya Touré, miðjumaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, segir að veglegur launapakki haldi honum ekki hjá liði þar sem honum líður eins og hann sé ekki velkominn.

Framtíð Touré hefur verið í lausu lofti undanfarnar vikur, sérstaklega eftir að ljóst varð að Inter mun gera hvað það getur til að klófesta kappann í sumar.

Roberto Mancini, fyrrverandi knattspyrnustjóri City, er þjálfari Inter í dag og þar á bæ eru menn tilbúnir að borga Touré nánast það sama og hann er með í dag næstu fimm árin.

„Það eru ekki launin sem halda mér hjá félagi þar sem mér líður ekki vel eða engin áskorun er í boði,“ segir Touré í viðtali við franska vefinn Foot Mercato.

„Það væri bara ósanngjarnt af minni hálfu. Það kemur að þeim tímapunkti að launin geta ekki stöðvað mann. Þetta nær lengra en það þó ensku blöðin vilji meira skrifa um launin heldur en fótboltann.“

„Hvað framtíðina varðar veit ég ekki meira en næsti maður, en ég mun alltaf fara þangað þar sem nýjar áskoranir eru í boði. Þannig er ég bara,“ segir Yaya Touré.


Tengdar fréttir

Pellegrini: Yaya verður áfram hjá City

Yaya Toure, miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Manchester City, verður áfram í herbúðum þeirra ljósbláu samkvæmt stjóranum Manuel Pellegrini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×