Þingmaður botnar ekkert í Imon-dómnum: „Kannski er maður bara fáviti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2015 10:24 Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, og Brynjar Níelsson, þingmaður, sem starfaði lengi sem lögmaður, ræddu dóm Hæstaréttar í Imon-málinu í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær. Í málinu var Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Auk hans hlutu þau Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson refsingu; Elín var dæmd í 18 mánaða fangelsi og Steinþór í níu mánaða fangelsi. Kristín sagðist tela að Hæstiréttur væri kominn út á hættulega braut með umræddum dómi hvað varðar skilgreiningu umboðssvika. „Þar er komist að þeirri niðurstöðu að þeir einstaklingar sem voru ákærðir hafi ekki brotið lánareglur bankans. Þar er hins vegar komist að þeirri niðurstöðu jafnframt að þeir hafi gerst sekir um umboðssvik með því að brjóta einhverjar aðrar og jafnvel óskráðar reglur. Þá kemur náttúrulega strax upp í hugann þetta grundvallarsjónarmið um skýrleika refsiheimilda,“ sagði Kristín sem telur að með skilgreiningu dómsins á umboðssvikaákvæðinu leiki nú vafi á hvað sé refsivert og hvað ekki í því samhengi. Brynjar tók undir orð Kristínar og sagðist hafa áhyggjur af því að svo virtist sem hætt sé að gera greinarmun á einkamálaréttarfari og sakamálaréttarfari. „Ég hef bara verulegar áhyggjur af þessu og kann engar skýringar á þessu. Stundum erum við skömmuð fyrir það að gagnrýna dómstóla, að við séum að grafa undan þeim. Menn sem fara með mikilvægt vald verða auðvitað að þola málefnalega gagnrýni. Þannig horfi ég á þetta og er búinn að horfa þannig á þetta. Kannski vöknum við einhvern tímann upp við vondan draum, ég veit það ekki, kannski er maður bara fáviti, ég bara skil þetta ekki.“ Umræður Kristínar og Brynjars má sjá í heild í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Telur fordæmisgildi Imon-dómsins ótvírætt Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að Hæstiréttur fallist í langflestum atriðum á viðhorf ákæruvaldsins í Imon-málinu svokallaða. 9. október 2015 12:55 Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Hæstiréttur segir háttalag hinna dæmdu hafa falið í sér alvarlegt trúnaðarbrot er leiddi til stórfellds fjártjóns. 8. október 2015 20:00 „Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, og Brynjar Níelsson, þingmaður, sem starfaði lengi sem lögmaður, ræddu dóm Hæstaréttar í Imon-málinu í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær. Í málinu var Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Auk hans hlutu þau Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson refsingu; Elín var dæmd í 18 mánaða fangelsi og Steinþór í níu mánaða fangelsi. Kristín sagðist tela að Hæstiréttur væri kominn út á hættulega braut með umræddum dómi hvað varðar skilgreiningu umboðssvika. „Þar er komist að þeirri niðurstöðu að þeir einstaklingar sem voru ákærðir hafi ekki brotið lánareglur bankans. Þar er hins vegar komist að þeirri niðurstöðu jafnframt að þeir hafi gerst sekir um umboðssvik með því að brjóta einhverjar aðrar og jafnvel óskráðar reglur. Þá kemur náttúrulega strax upp í hugann þetta grundvallarsjónarmið um skýrleika refsiheimilda,“ sagði Kristín sem telur að með skilgreiningu dómsins á umboðssvikaákvæðinu leiki nú vafi á hvað sé refsivert og hvað ekki í því samhengi. Brynjar tók undir orð Kristínar og sagðist hafa áhyggjur af því að svo virtist sem hætt sé að gera greinarmun á einkamálaréttarfari og sakamálaréttarfari. „Ég hef bara verulegar áhyggjur af þessu og kann engar skýringar á þessu. Stundum erum við skömmuð fyrir það að gagnrýna dómstóla, að við séum að grafa undan þeim. Menn sem fara með mikilvægt vald verða auðvitað að þola málefnalega gagnrýni. Þannig horfi ég á þetta og er búinn að horfa þannig á þetta. Kannski vöknum við einhvern tímann upp við vondan draum, ég veit það ekki, kannski er maður bara fáviti, ég bara skil þetta ekki.“ Umræður Kristínar og Brynjars má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Telur fordæmisgildi Imon-dómsins ótvírætt Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að Hæstiréttur fallist í langflestum atriðum á viðhorf ákæruvaldsins í Imon-málinu svokallaða. 9. október 2015 12:55 Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Hæstiréttur segir háttalag hinna dæmdu hafa falið í sér alvarlegt trúnaðarbrot er leiddi til stórfellds fjártjóns. 8. október 2015 20:00 „Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Telur fordæmisgildi Imon-dómsins ótvírætt Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að Hæstiréttur fallist í langflestum atriðum á viðhorf ákæruvaldsins í Imon-málinu svokallaða. 9. október 2015 12:55
Hæstiréttur dæmir Sigurjón og Elínu til fangelsisvistar Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 8. október 2015 16:25
Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Hæstiréttur segir háttalag hinna dæmdu hafa falið í sér alvarlegt trúnaðarbrot er leiddi til stórfellds fjártjóns. 8. október 2015 20:00
„Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29