„Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2015 12:29 Steinþór Gunnarsson, Elín Sigfúsdóttir og Sigurjón Þ. Árnason. Vísir Málflutningur í Imon-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, ákærð vegna kaupa félagsins Imon á hlutabréfum í bankanum. Fjárfestirinn Magnús Ármann átti félagið Imon en viðskiptin fóru fram þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna eða þann 3. október 2008. Ákært var bæði fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Bankinn sjálfur átti hlutabréfin sem seld voru og lánaði að fullu Imon fyrir kaupunum á þeim. Hljóðaði lánið upp á 5 milljarða króna. Voru Sigurjón og Elín bæði sýknuð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur gekk í júní í fyrra en Steinþór var dæmur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánði skilorðsbundna. Í júlí í fyrra áfrýjaði ríkissaksóknari niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar en áður hafði Steinþór áfrýjað sínum dómi sjálfur. Vísaði í Exeter og Al ThaniHelgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf daginn í Hæstarétti og talaði sleitulaust í rúman einn og hálfan tíma. Fór hann fram á að ákærðu yrðu dæmd til óskilorðsbundinnar refsingar og vísaði í dóma Hæstaréttar í Exeter-málinu og Al Thani-málinu kröfu sinni til stuðnings. Í báðum tilfellum voru sakborningar dæmdir í nokkurra ára fangelsi fyrir brot sín. Saksóknari fór yfir málatilbúnað ákæruvaldsins sem byggir meðal annars á því að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Hlutabréfakaup Imon í bankanum hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfum í Landsbankanum ranglega og misvísandi til kynna. Þá hafi markaðsáhættan vegna viðskiptanna verið öll hjá bankanum að mati ákæruvaldsins. Sagði saksóknari að 100 prósent lán vegna kaupanna hafi verið forsenda þess að þau færu fram.Ekki "business as usual"„Þetta eru augljóslega örvæntingarfull viðskipti. Það er sama hvað ákærðu halda fram í greinargerðum sínum, þetta var ekki "business as usual", hér var ekki um eðlileg viðskipti að ræða,“ sagði Helgi Magnús. Vildi hann meina að ákvörðun um lánveitinguna og sölu hlutabréfanna hafi ekki verið tekin á viðskiptalegum forsendum. Landsbankinn hafi þurft að losa sig við eigin hlutabréf „sem voru farin að valda bankanum vandræðum“, eins og saksóknari komst að orði, en bankinn mátti ekki eiga meira en 5 prósent í sjálfum sér án þess að flaggað yrði á hann í Kauphöllinni.„Bankinn var einn aðalkaupandinn í sjálfum sér þetta ár. Það mátti ekki opinbera það,“ sagði saksóknari.„Íslenska bankakerfið var á heljarþröm“Magnús Ármann, eigandi Imon, var stærsti eigandi sparisjóðsins Byr á þessum tíma. Hlutabréf í sparisjóðnum voru tekin sem veð fyrir láninu en ákæruvaldið telur að enginn markaður hafi verið fyrir Byr-bréfin á þessum tíma auk þess sem ekkert mat á verðmæti þeirra hafi farið fram. Sagði Helgi Magnús að ekkert útlit hafi verið fyrir að bjartari tímar væru framundan á hlutabréfamarkaði þegar lánið var veitt í byrjun október en fimm dögum áður hafði ríkið þjóðnýtt Glitni. Fimm dögum eftir Imon-viðskiptin voru allir stóru íslensku viðskiptabankarnir fallnir.„Á þessum tíma var bankakreppa að skella á. Gengi krónunnar hafði fallið, hlutafé í bankanum var að lækka ört þrátt fyrir kaup bankans á bréfum í sjálfum sér og innistæðueigendur voru byrjaðir að taka út pening. Íslenska bankakerfið var á heljarþröm, það var ekkert öðruvísi og þarna eru bara dagar sem líða á milli.“ Tengdar fréttir Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Feðgarnir voru stærstu eigendur Landsbankans þegar viðskiptin áttu sér stað. 29. apríl 2014 18:30 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Málflutningur í Imon-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, ákærð vegna kaupa félagsins Imon á hlutabréfum í bankanum. Fjárfestirinn Magnús Ármann átti félagið Imon en viðskiptin fóru fram þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna eða þann 3. október 2008. Ákært var bæði fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Bankinn sjálfur átti hlutabréfin sem seld voru og lánaði að fullu Imon fyrir kaupunum á þeim. Hljóðaði lánið upp á 5 milljarða króna. Voru Sigurjón og Elín bæði sýknuð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur gekk í júní í fyrra en Steinþór var dæmur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánði skilorðsbundna. Í júlí í fyrra áfrýjaði ríkissaksóknari niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar en áður hafði Steinþór áfrýjað sínum dómi sjálfur. Vísaði í Exeter og Al ThaniHelgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf daginn í Hæstarétti og talaði sleitulaust í rúman einn og hálfan tíma. Fór hann fram á að ákærðu yrðu dæmd til óskilorðsbundinnar refsingar og vísaði í dóma Hæstaréttar í Exeter-málinu og Al Thani-málinu kröfu sinni til stuðnings. Í báðum tilfellum voru sakborningar dæmdir í nokkurra ára fangelsi fyrir brot sín. Saksóknari fór yfir málatilbúnað ákæruvaldsins sem byggir meðal annars á því að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Hlutabréfakaup Imon í bankanum hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfum í Landsbankanum ranglega og misvísandi til kynna. Þá hafi markaðsáhættan vegna viðskiptanna verið öll hjá bankanum að mati ákæruvaldsins. Sagði saksóknari að 100 prósent lán vegna kaupanna hafi verið forsenda þess að þau færu fram.Ekki "business as usual"„Þetta eru augljóslega örvæntingarfull viðskipti. Það er sama hvað ákærðu halda fram í greinargerðum sínum, þetta var ekki "business as usual", hér var ekki um eðlileg viðskipti að ræða,“ sagði Helgi Magnús. Vildi hann meina að ákvörðun um lánveitinguna og sölu hlutabréfanna hafi ekki verið tekin á viðskiptalegum forsendum. Landsbankinn hafi þurft að losa sig við eigin hlutabréf „sem voru farin að valda bankanum vandræðum“, eins og saksóknari komst að orði, en bankinn mátti ekki eiga meira en 5 prósent í sjálfum sér án þess að flaggað yrði á hann í Kauphöllinni.„Bankinn var einn aðalkaupandinn í sjálfum sér þetta ár. Það mátti ekki opinbera það,“ sagði saksóknari.„Íslenska bankakerfið var á heljarþröm“Magnús Ármann, eigandi Imon, var stærsti eigandi sparisjóðsins Byr á þessum tíma. Hlutabréf í sparisjóðnum voru tekin sem veð fyrir láninu en ákæruvaldið telur að enginn markaður hafi verið fyrir Byr-bréfin á þessum tíma auk þess sem ekkert mat á verðmæti þeirra hafi farið fram. Sagði Helgi Magnús að ekkert útlit hafi verið fyrir að bjartari tímar væru framundan á hlutabréfamarkaði þegar lánið var veitt í byrjun október en fimm dögum áður hafði ríkið þjóðnýtt Glitni. Fimm dögum eftir Imon-viðskiptin voru allir stóru íslensku viðskiptabankarnir fallnir.„Á þessum tíma var bankakreppa að skella á. Gengi krónunnar hafði fallið, hlutafé í bankanum var að lækka ört þrátt fyrir kaup bankans á bréfum í sjálfum sér og innistæðueigendur voru byrjaðir að taka út pening. Íslenska bankakerfið var á heljarþröm, það var ekkert öðruvísi og þarna eru bara dagar sem líða á milli.“
Tengdar fréttir Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Feðgarnir voru stærstu eigendur Landsbankans þegar viðskiptin áttu sér stað. 29. apríl 2014 18:30 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26
Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Feðgarnir voru stærstu eigendur Landsbankans þegar viðskiptin áttu sér stað. 29. apríl 2014 18:30
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45