Helena: Körfuboltinn er áfram mín atvinna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Helena Sverrisdóttir segir að það hafi aldrei annað komið til greina en að fara aftur í uppeldisfélag sitt. Vísir/Valli „Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumannsferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnumann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt.Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamaður. Nú er ég að taka nýrri áskorun og það er hluti af því að þroskast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosalega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þannig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leikmanna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“Haukar kynntu þjálfara karla- og kvennaliða félagsins í gær.Vísir/ValliHelena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hvenær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni.Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dagana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnússon, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Haukakona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöllum. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvitað minn mann.“Níu titlar á þremur árum með Haukum Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði. Dominos-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Þetta hefur verið í umræðunni síðan í mars og í huga mér lengur en það,“ segir besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, en hún snýr nú aftur í íslenska boltann eftir átta ára útlegð erlendis þar sem hún spilaði fyrst í háskóla í Bandaríkjunum og síðan með liðum í Evrópu. Helena verður spilandi þjálfari hjá Haukum þar sem hún er alin upp. Hún er því komin heim og er hæstánægð með það. „Það er mikið gleðiefni að þetta hafi tekist. Ég fann eftir síðasta tímabil að mig langaði að koma heim enda búin að vera erlendis einn þriðja af ævinni. Ég vildi fara að tengjast vinum mínum aftur og vera nær fjölskyldunni minni.“ Þó að Helena sé komin heim þá lítur hún ekki á að atvinnumannsferlinum sé lokið og hún útilokar ekki að fara aftur út síðar. „Ég sé mig enn sem atvinnumann hér heima. Hér er ég að þjálfa á fullu ásamt því að spila. Körfuboltinn er áfram mín atvinna. Ég hef ekki lokað á neitt síðar enda er ég aðeins 27 ára gömul og á vonandi nóg eftir,“ segir Helena og brosir breitt.Ný áskorun Þessi frábæra íþróttakona er stolt af því sem hún hefur náð að afreka á atvinnumannsferlinum. „Ég er mjög ánægð með hann en maður vill alltaf meira og það er hluti af því að vera íþróttamaður. Nú er ég að taka nýrri áskorun og það er hluti af því að þroskast og þróast. Hér er allt annað umhverfi aftur og ég er bara rosalega spennt að takast á við þessa áskorun. Körfuboltinn hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég sé það fyrir mér að það verði þannig um ókomna framtíð enda finnst mér rosalega gaman að þjálfa. Mér finnst ég ná vel til yngri leikmanna og svo bý ég yfir mikilli reynslu sem ég vil miðla.“Haukar kynntu þjálfara karla- og kvennaliða félagsins í gær.Vísir/ValliHelena er hluti af þriggja þjálfara teymi ásamt Ingvari Þór Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni en þau eru öll jöfn. Þjálfaraþrenna sem er nýlunda á Íslandi. Gengur það upp? „Ég held að við séum öll með mismunandi hluti til að leggja á borðið og við verðum að læra hvenær hver á að tala og allt það. Svo er ég að spila og þá er frábært að hafa tvo þjálfara á bekknum. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga upp,“ segir Helena en hið unga Haukalið styrkist mikið með tilkomu hennar og hún útilokar ekki að fleiri leikmenn muni ganga í raðir félagsins á næstunni.Nýtrúlofuð og hamingjusöm Lífið leikur við hana þessa dagana. Hún er komin heim og er nýbúin að trúlofa sig en unnusti hennar er Finnur Atli Magnússon, nýkrýndur Íslandsmeistari með KR. „Það eru allir að óska mér til hamingju þessa dagana og síðustu dagar hafa verið virkilega skemmtilegir,“ segir Helena en reyndi unnustinn ekkert að koma henni í KR? „Finnur reyndi aldrei að koma mér í KR. Hann veit hvernig staðan er. Ég er mikil Haukakona og fæðist inn í þetta félag. Pabbi minn var formaður hérna og ég er alin upp í íþróttahúsinu á Strandgötunni og síðar á Ásvöllum. Mér líður best hér og Haukar voru alltaf fyrsti kosturinn. Ég fór auðvitað í KR-treyju í fyrsta skipti á ævinni um daginn þegar ég var að styðja hann. Það var erfitt fyrir mig en ég styð auðvitað minn mann.“Níu titlar á þremur árum með Haukum Helena Sverrisdóttir var kosin leikmaður ársins þrjú síðustu árin sín hér á landi og hjálpaði Haukum að vinna níu titla á þessum þremur tímabilum. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu árin sem Helena lék hér á landi, þá aðeins 18 og 19 ára gömul. Haukar höfðu aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn fyrir þann tíma og aðeins einu sinni til viðbótar á þessum átta tímabilum sem eru liðin síðan Helena spilaði í Haukabúningnum. Helena var með 20,0 stig, 9,9 fráköst og 7,4 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum með Haukum í efstu deild en hún á að baki fjögur tímabil í deildinni. Hún var með 21,2 stig, 7,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar í leik þegar hún spilaði síðast í deildinni 2006-2007 en það tímabil vann Haukaliðið alla fimm titlana sem voru í boði.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira