Lífið

Íslensk sveit vekur athygli fyrir að heiðra minningu J Dilla

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Dillalude.
Dillalude. Mynd/Jim Bennett
Íslenska sveitin Dillalude hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir flutning sinn á laginu Life.

Myndband af flutningi sveitarinnar var birt á Facebook-síðu The J Dilla Foundation en um 38 þúsund manns fylgja síðunni á Facebook.

165 manns hafa líkað við færslu J Dilla Foundation og þannig líst yfir því að þeim líki við myndbandið.

Nafn J Dilla lifir enn.
Sveitin heiðrar minningu goðsagnarinnar J-Dilla sem er goðsögn í rapptónlistinni. Hann var taktsmiður og upptökustjóri og vann með mörgum stærstu nöfnum rappsins.

Í sveitinni eru Ari Bragi Kárason, Benedikt Freyr Jónsson,Magnús Tryggvason Eliassen og Steingrímur Teague.

J Dilla lést langt fyrir aldur fram. Hann var 32 ára gamall þegar hann lést úr blósjúkdómi. Hann er álitin goðsögn í rappheiminum. Hann var með sérstakan stíl í taktsmíði sem skapaði honum nafn innan senunnar. Hann vann með The Roots, Common, Erykah Badu, The Pharcyde, Busta Rhymes, De La Soul og Tribe Called Quest, svo einhverjir séu nefndir. J Dilla var meðlimur í sveitinni Slum Village. Áhrifa hans gætti víða í rappinu; þessi minimalíska nálgun á taktsmíðina smitaðist út í fleiri pródúsenta. Segja má að hógværð og rósemd hafi einkennt J Dilla sem var frá Detroit í Michigan.

Hér að neðan má heyra Dillalude taka lagið Life og síðan heyra það beint frá meistaranum sjálfum. Þar fyrir neðan má heyra Dillalude taka lagið Runnin Away sem sveitin The Pharcyde gerði vinsælt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.