Viðskipti innlent

Samstarf skilar 70 prósentum meiri sölu

Svavar Hávarðsson skrifar
Tugir skemmtiferðaskipa koma hvert sumar og sóknarfærin eru mikil.
Tugir skemmtiferðaskipa koma hvert sumar og sóknarfærin eru mikil. Fréttablaðið/Stefán
Flavour of Iceland, samstarfsverkefni TVG-Zimsen, Ekrunnar og fleiri fyrirtækja um sölu á matvöru og öðrum kosti til skemmtiferðaskipa sem hafa viðkomu á Íslandi, hefur skilað 70 prósenta aukningu á sölu fyrirtækjanna til þerra skemmtiferðaskipa sem markaðssókn þeirra beindist að.

Fyrirtækin hófu samstarf á árinu 2013 í kjölfar funda hjá Íslenska sjávarklasanum. Búist er við frekari vexti í sölu á þessu ári.

Samstarfsverkefnið hlaut viðurkenningu Íslenska sjávarklasans fyrir góðan árangur á árinu 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×