Enski boltinn

Kærkominn sigur hjá United | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rob Green ver frá Radamel Falcao.
Rob Green ver frá Radamel Falcao. vísir/getty
Manchester United vann kærkominn sigur á QPR á Loftus Road í dag. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á árinu 2015.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Falcao var nálægt því að koma United yfir í fyrri hálfleik en Rob Green varði vel frá kólumbíska framherjanum. Hinum megin varði David de Gea í tvígang vel frá Charlie Austin.

Louis van Gaal setti Maraoune Fellaini inn á í hálfleik í stað Juans Mata og sú skipting átti eftir að reynast gæfurík því Belginn skoraði með góði skoti á 58. mínútu.

Það var síðan annar varamaður, hinn 19 ára gamli James Wilson, sem gulltryggði sigur United með marki eftir skyndisókn á 90. mínútu.

United komst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 40 stig, en QPR er sem fyrr í fallsæti með apeins 19 stig.





QPR 0-1 Man Utd QPR 0-2 Man Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×