Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. janúar 2015 08:18 Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. Valitor hf. hefur ekki viljað semja um skaðabætur til handa tveimur félögum, Datacell og Sunshine Press Productions sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir samtökin Wikileaks. Með dómi Hæstaréttar frá árinu 2013 var sú ákvörðun Valitors að loka greiðslugátt fyrir söfnun styrktarfjár handa Wikileaks með greiðslukortum dæmd ólögmæt. Síðan þá hafa félögin tvö og Valitor greint á um skaðabætur. Við skoðun ársreikninga félaganna kom í ljós að þau höfðu engar tekjur á síðustu árum. Ekki heldur á þeim tíma er greiðslugáttin var opin. Valitor lítur svo á að engu tjóni sé til að dreifa úr því félögin geti ekki sýnt fram á neinar tekjur. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir skýringuna felast í því að styrkirnir bárust ekki fyrr en síðar, utan rekstrarárs birtra ársreikninga. Þess vegna séu tekjurnar ekki tilgreindar. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ segir Kristinn. Kristinn segist furða sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks með lokun greiðslugáttarinnar. „Ég sé ekki hvaða hagsmuni Valitor hefur af því að ganga svona hart fram í þessu og tefja málið út í hið óendanlega því það liggur fyrir dómur þarna.“ Tengdar fréttir Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. 19. janúar 2015 19:09 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. Valitor hf. hefur ekki viljað semja um skaðabætur til handa tveimur félögum, Datacell og Sunshine Press Productions sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir samtökin Wikileaks. Með dómi Hæstaréttar frá árinu 2013 var sú ákvörðun Valitors að loka greiðslugátt fyrir söfnun styrktarfjár handa Wikileaks með greiðslukortum dæmd ólögmæt. Síðan þá hafa félögin tvö og Valitor greint á um skaðabætur. Við skoðun ársreikninga félaganna kom í ljós að þau höfðu engar tekjur á síðustu árum. Ekki heldur á þeim tíma er greiðslugáttin var opin. Valitor lítur svo á að engu tjóni sé til að dreifa úr því félögin geti ekki sýnt fram á neinar tekjur. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir skýringuna felast í því að styrkirnir bárust ekki fyrr en síðar, utan rekstrarárs birtra ársreikninga. Þess vegna séu tekjurnar ekki tilgreindar. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ segir Kristinn. Kristinn segist furða sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks með lokun greiðslugáttarinnar. „Ég sé ekki hvaða hagsmuni Valitor hefur af því að ganga svona hart fram í þessu og tefja málið út í hið óendanlega því það liggur fyrir dómur þarna.“
Tengdar fréttir Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. 19. janúar 2015 19:09 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. 19. janúar 2015 19:09
Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57